Réttur - 01.01.1952, Page 20
20
RÉTTUR
Hann hafði hafið baráttuna, ort hverja herhvötina á fætur
annari til alþýðunnar þegar auðvald heimsins var í algleymingi
og teygði klær sínar um öll lönd veraldar, einmitt á upphafstímum
heimsdrottnunarstefnu þess (imperialismans) 1890-1900. Hann
bjóst þá vart við því að sjá sigurinn nokkurstaðar sjálfur, en
ekki dró það úr kjark hans né krafti.
,JAin bjargföst von um betri mannkyns hag
mér benti í átt, þar geislar munu risa. —
Eg veit aO eg hef vaknaÖ fyrir dag
og verð að kveðja áður en fer að lýsa."
Svo orti hann 1. jan 1892 í vísunni „Von“. En sú alþýða, sem
hann orti svo hjartnæmt um í „Pétursborg“ átti eftir að láta
von hans rætast. 1922 endar „Martius" með þessari draumsýn
um heimssigur alþýðunnar, studdan þekkingunni á staðreyndum
samtímans:
,jEyrir gluggann minn gengu
glaðar sumar-vonir!
Stefndu blysförum beint til
Bjarmalands i framtið
girtar megingjörð morguns,
mannprýði og sannleiks,
merkt var handsal á hjálma,
hjartarót á skjöldu.
Slógu Ijóma fram um löndin,
leiftrum ut i fjarlægð,
glœstu rósir og runn, að
regnbogum í auslri.
Báru hugsjóna-heimsins
heilögustu Ritning,
par sem al-pjóðir áttu,
eftir hvern sinn spámann,
öll sin vorkomu vitni:
vers og kapitula.
Hófu sólarljóðs söngva
samerfingjar jarðar,
sérhvert pjóðerni pekti
par i sina tungu."
Hvar sem fegurð lýsinganna gat vakið vafa um merkingu ljóð-