Réttur - 01.01.1952, Page 24
24
RÉTTUR
og kjark á erfiðustu stundum kúgunarinnar, — þá hugsjón,
sem Jónas Hallgrímsson og Jón Sigurðsson höfðu endurvakið í
frelsisbaráttu þjóðarinnar gegn erlendri kúgun og innlendu aftur-
haldi og þjónkun.
Viðbjóður á dollaradýrkuninni, hatur á auðvaldskúguninni,
draumur um framtíðarþjóðfélag jafnréttis setur því mark sitt
á skáldskap hinna beztu samherja Stephans G., skáld eins og
Sigurð Júl. Jóhannesson, Guttorm Guttormsson, Þorskabít og
aðra.
Það er napurt háð í kvæðalok, þegar Guttormur lætur styttu
Jóns Sigurðssonar kveða úr kjallaranum:
„Bœltur er skaðinn J>ó ég falli úr
sögunni, Vestur-fslendingar, Dollar
sé meÖ yÖur.“
Það er ekki verið að skera utan af ádeilunni í „Verkamaður í
auðvaldsklóm" hjá Sigurði Júlíusi þessum dugmikla ritstjóra
„Voraldar", hins róttæka verkamannablaðs, sem svo drengilega,
hélt uppi málstað verkalýðshreyfingarinnar á árunum 1919—22.
Og ekki vantar háðið hjá Þorskabít. — Of langt yrði að rekja
allt þetta hér. En einu má ekki gleyma:
Viðbragð íslendinganna, er vestur fóru, við að rekast á auð-
vald það, er eitraði þá þegar mannfélagið, sem þeir höfðu gert
sér svo miklar vonir um, var að skapa hreyfingu gegn því. Skáld-
skapur Stephans G. og annarra íslenzkra skálda vestan hafs var
annar þáttur þeirrar hreyfingar. Hinn birtist í baráttu gegn fyrir-
brigðum auðvaldskúgunarinnar í blöðum vestanhafs, allt frá
gömlu Heimskringlu eins og hún var fyrst og lauk með hetjulegri
baráttu „Voraldar" 1922. Og það má ekki gleymast að sjálf
skipulagning verkalýðshreyfingar meðal íslendinga hefst þar
vestra og íslenzkir verkamenn tveir koma að vestan og aðstoða
við stofnun tveggja verkalýðsfélaga á íslandi, þeirra fyrstu er
mynduð voru af almennum verkamönnum (prentarar og sjó-
menn voru á undan), sem sé verkalýðsfélaganna á Seyðisfirði og
Akureyri 1896—97. Það voru þeir Jóhannes Sigurðsson frá Hólum
í Laxárdal og Bergsveinn Long.
En áður hafði verið stofnað íslenzkt verkalýðsfélag í Winnipeg,
í marz 1890 og virðist hafa starfað með miklu fjöri bæði um
fundarhöld, kaupgjaldsbaráttu og stjórnmálaþátttöku. Blaðið
„Heimskringla“ er þá mjög hlynnt þessum félagsskap, 20. marz
1890 birtist ritstjórnargrein í því blaði undir fyrirsögninni „Fé-
lagsskapur verkamanna“ um nauðsyn þess að mynda samtök