Réttur - 01.01.1952, Qupperneq 25
RÉTTUR
25
meðal íslenzkra verkamanna og þegar eigendaskipti verða að
blaðinu er tilkynnt í stefnuskrá þess 25 sept. 1890 m. a. að það
vilji „halda fram rétti verkamanna allra gagnvart ásælni og
yfirgangi auðmanna og þeirra fylgifiska“.
Gestur Pálsson tók, sem vænta mátti af honum, hiklausa og
drengilega afstöðu með verkamönnum gegn auðvaldinu. I rit-
stjórnargrein sinni í Heimskringlu 11. september 1890 undir fyrir-
sögninni „Verkamannamálið" segir hann m. a.:
„Þó maður skoði þau lönd og ríki, þar sem frelsi og þjóðmenning á að
standa hæst, þá sjer maður allstaðar sömu sjónina: höfðingja- og auðmanna-
valdið heldur einsog örn vinnti- og verkamannalýð í klónum." ...
„Á þessari öld, einkum síðari hlutanum, hafa nú ýmsir flokkar myndast
til þess að reisa rönd við ofurvaldi auðmannanna og þeirra fylgifiska, en
þeim hafa ætíð fylgt flestir þeir, sem völd og virðingar hafa haft. Mark og
mið slíkra flokka hefur verið að bæta hag fátæklinganna og reyna að fá
einhverjar fastar skorður settar, svo að auðmenn og höfðingjar geti ekki
framvegis gert meirihluta mannkynsins að þræluin. En allir þessir flokkar,
hvort sem þeir nú hafa nefnst sósíalistar, kommúnistar eða anarkistar, allir
hafa þeir átt sömu forlögum að fagna: fyrirlitningu, hatri, ofsóknum, fang-
elsi eða dauða ....
„Vjer höfum fyrir satt að til sje „Verkamannafjelag“ meðal fslendinga
hjer í Winnipeg. Það er full þörf á að styrkja og efla slíkt fjelag, og ef
svo kynni að vera að skipulag þess væri í einhverju ábótavant, þá er nauð-
syn að laga slíkt. Það væri færi fyrir íslenska verkamenn hjer, að temja
sjer samtök og samheldni og afla sjer fræðslu og upplýsingar um þau efni,
sem hag þeirra varðar."
Þá braut, sem lá til hinnar róttæku, sósialistísku baráttu „Vor-
aldar“ í átökunum milli auðvalds og alþýðu eftir lok heims-
styrjaldarinnar 1918, hafði því m. a. Gestur Pálsson og verka-
mennirnir, er stofnuðu fyrsta verkamannafélag íslendinga í
marz 1890, rutt.
Og fyrstu íslensku verkamennirnir, sem kynnast kúgun hins
ameríska auðvalds, rétta bróðurhönd yfir hafið, til þess að koma
af stað verkamannasamtökum á íslandi, svo alþýðan heima gæti
líka eignast vopn til að sigrast á yfirgangi auðvaldsins, er röðin
kæmi að henni.
★
Þannig tengjast verkamenn, bændur og skáld, — hve ramíslenzk
er ekki samstaðan — bræðraböndum verkalýðshreyfingar og sós-