Réttur - 01.01.1952, Side 27
RÉTTUR
27
Þannig láta nokkrir sjer nægja með að ráða yfir eldsneyti manna og
hlýindum þeirra í vetrarkuldanum. Þessir menn eru kallaðir kolakóngar, og
svo óbrotnir eru Ameríkumenn og lítillátir að þeir una vel við kolatitilinn,
ef þeir fá aðeins að ráða verðinu.
Aðrir eru steinolíukóngar, járnbrautarkóngar, sikurkóngar, svínakóngar
og silfurkóngar og ótal kóngar eru þar aðrir og ekki er annars getið en þeir
uni hið besta titlum sínum.
Þeir eru og að því leyti ríkari en margir aðrir konúngar að þeir þurfa
ekki að berjast við illa vanda þingmenn og illgjörn ráðuneyti, þeir eru ein-
valdir eins og konúngar Hottentotta og keisarar Rússa.
Einum verða þeir þó allir að lúta, hinum volduga dollar, sem lætur allan
heiminn skattskrifa sig, stjórnar Ameríku frá skauti til skauts og frá hafi til
hafs, og er leiðtogi lýðsins, vonarstjarna barnanna, konúngur konúnganna."
(„Á sjó og landi. Úr ferðalífinu og mannfélaginu". Bjarki 1. tbl. 1896).
Með hinni venjulegu skarpskyggni skilgreinir Þorsteinn Erlings-
son síðan hér heima þau fyrirbrigði, sem þá eru að gerast í
stjórnmálum Bandaríkjanna. Sérstaklega eftirtektarverður er
dómur hans um hinar sögulegu forsetakosningar í Bandaríkjun-
um 1896, þegar auðhringarnir læstu fyrst að fullu og öllu hel-
greipum sínum um ríkisstjórn Bandaríkjanna með kosningu
Mac Kinleys sem forseta*.
Þorsteinn skrifar í „Bjarka“ 6. tbl. 14. nóv. 1896 eftirfarandi um
þá kosningu:
„Kjörstríð Bandaríkjanna er í rauninni alls ekki háð um pólitík, eftir
vanaskilningi þess orðs, heldur er þar nú hafin sú mikla orusta, sem ganga
skal yfir alla veröldina, orusta milli fátæku stjettanna, sem vinna, og auð-
ugu stjettanna, sem njóta ávaxtanna ....
Auðmennirnir hafa nú sigrað að þessu sinni."
Og 8. jan 1897 er fyrirsögn hans á grein í Bjarka um „forseta-
val Bandaríkjanna“: „í auðmannagreipum".
Og sem nærri má geta þá er ekki Þorsteinn Erlingsson, þjóðfrels-
ishetjan góða, mildari, þegar hann kveður upp dóminn yfir
heimsdrottnunarstefnu Bandaríkjanna, þeirrar, er þá var hafin
og leitt hefur nú til níðingsverka þeirra í Kóreu — og hernáms
íslands.
I 17. tbl. „Arnfirðings“ (1902) ritar hann undir fyrirsögninni
„Blóðhundarnir amerísku á Filippseyjum“, lýsingar á framferði
* Þeir, sem vilja kynna sér þær kosningar, lesi skáldsögu Howard Fast:
„The American".