Réttur - 01.01.1952, Page 31
RÉTTUR
31
alkunna eggjan Matthíasar til þeirra um að verðveita íslenzkuna:
,£œri ég yður viS sól og báru,
sccri yður við lif og œru:
yðrar tungu (orð j>ó yngist)
aldrei gleyma i Vesturheimi!
Munið að skrifa meginstöfum
mannavit og stórhug sannan!
Andans sigur er cefistunda^
EILÍFA LÍFIÐ. Farið heilir'. -
Er Stephan G. Stephansson svarar eggjan hans 1899 í kvæðinu
,.Særi ég yður við sól og báru“, þá tekur hann undir báða þætti
eggjunarinnar. Stephan veit að bardaginn þar vestra verður ís-
lenzkri alþýðu erfiður, en það skal þó barizt að íslenzkum sið,
þótt við ofurefli sé að etja:
„Og þó oss örðugt yrði i styr
og ilt að halda velli,
að sliðra oddinti ekki fyr
en einhver lygin félli,
svo enginn þyrði að flytja frétt
er féllum lágt í valinn:
um Hólamanna höggin létt —
þó höndin vceri kalin."
Og „særingunni" um varðveizlu tungunnar á Stephan G. ekki
erfitt um að svara, hann veit hún muni lifa, meðan sál íslendinga,
stolt og frelsisþrá, enn er óbuguð heima:
„En týnt er ekki tungumdl
— þó torkent sé og blandið —
hjá fólki er verður sina sál
að scckja i heimalandið —
þó hér sé starf og velferð vor
og vonin, þrosliinn, gróðinn,
er þar vort uþþhaf afl og þor.
og ceskan, sagan, ljóðin.‘‘
Ég hef nú rakið viðbragð þjóðarbrotsins íslenzka, er vestur
flutti, (a. m. k. hins bezta í því), er það rakst á auðvaldið amer-
íska. Það var viðbragð bardagamanna og drengja góðra, viðbragð
skálda og spekinga, viðbragð verkamanna og bænda, — óspilltra
íslendinga.