Réttur - 01.01.1952, Síða 33
RÉTTUR
33
kvæðinu um „Eugene Debs“. Fangelsanir og morð, með og án
dóma, eru orðin daglegt fyrirbrigði. Og nú er það ekki alþýða
Ameríku ein, sem verður fyrir barðinu á því. Nú teygir auð-
vald Morgans og Rockefellers klær sinar út til allra þeirra landa,
sem það vogar að níðast á, án þess að eiga á hættu að vera
rekið öfugt út aftur. Sá Fáfnir amerísks auðs, sem sölsað
hefur undir sig mestallt gull veraldar, hyggst nú og að fá að
sjúga merg og blóð úr öllu fólki heimsins — og hótar því
tortímingu styrjaldar, ef það ekki beygi sig og hlýði.
Og nú víkur sögunni heim.
Nú er það ekki brot úr íslenzku bændaþjóðfélagi, sem flytur sig
vestur um haf, rekst á auðvald Ameríku og fyllist heilagri
vandlætingu, eldmóði og baráttuhug.
Nú er það ameríska auðvaldið, margfalt ógnþrungnara, spillt-
ara og blóðugra en það var 1890, sem flytur sig til gamla Fróns
og læsir krumlu sinni um allt þjóðlíf þess.
Amerískt auðvald ræður með skilyrðum þeim, sem það hefur
sett með Marshall„aðstoð“ og mótvirðissjóð yfir hagnýtingu alls
lánsfjár á íslandi, fyrirskipar ríkisstjórn og seðlabanka hvernig
haga skuli seðlaútgáfu og útlánum. Þetta vald yfir lánsfénu
notar hið ameríska auðvald til þess að féfletta þorra íslenzku
þjóðarinnar: gera verkamenn atvinnulausa með því að neita
atvinnufyrirtækjum um nauðsynlegt lánsfé, gera handverks-
menn, kaupmenn og aðrar millistéttir gjaldþrota sökum kaup-
getuminnkunar hjá almenningi og lánsfjárskorts, drepa mikinn
hluta íslenzks iðnaðar með lánsfjárbanni og innflutningspólitík,
erlendri stóriðju í hag.
Amerískt auðvald hefur knúð fram gengislækkun íslenzkrar
krónu, minnkað kaupmátt flestra íslenzkra verkamanna um
helming frá því 1947 til 1951, rænt þannig helming þeirrar lífs-
afkomu, er íslenzkur verkalýður hafði aflað sér, lagt þungar
byrðar á herðar íslenzkum bændum með svo stórhækkuðu verði
á landbúnaðartækjum, að stöðvun framfara í landbúnaðinum
vofir nú yfir þessvegna.
Amerískt auðvald læsir gegnum sjálfar stofnanir íslenzka
lýðveldisins: stjórnarráð, fjárhagsráð og aðrar, einokunarklóm
sínum um atvinnu- og viðskiptalíf landsins, hindrar eftir mætti
verzlun þjóðarinnar við stærstu og öruggustu markaðslönd henn-
ar, bannar íslendingum sjálfum svo mikið sem að byggja yfir
sig án þess að spyrja stjórnarnefnd undir amerísku sftirliti leyfis
3