Réttur - 01.01.1952, Síða 36
36
RÉTTUR
og „hjálp“, að undirbúningur þess að því að tortíma íslenzku
þjóðinni og eyða ísland sé „vinátta" og „vernd“.
Aðeins einstaka sinnum örlar á því að valdhafarnir og blöð
þeirra skammast sín yfir, hve djúpt þeir séu sokknir, svo sem
þegar ríkisstjórn íslands og Morgunblað hennar sleppti því
að minnast á aldarafmæli þjóðfundarslitanna, er Jón Sigurðsson
mótmælti erlendri kúgun og þingið og þjóðin tók undir: Vér
mótmælum allir.
Þá sem auðurinn ekki kaupir eða áróðurinn ekki blindar,
hræðir óttinn við að vera settir á svarta lista amerísku Gestapó-
njósnaranna. Sumir menntamenn íslands þora ekki lengur til
hinna ýmsu landa Evrópu af ótta við að vera brennimerktir
sem fjandmenn Bandaríkjanna hér! Þýlynd málgögn amerísks
auðvalds á íslandi segja her þeirra kominn til að vernda hér
persónufrelsi og skoðanafrelsi, — en sporhundar þeirra njósna
um skoðun og stjórnmálafylgi hvers íslendings sem þeir geta
nokkuð uppsnuðrað um.
Boðskap amerísks auðvalds er daglega ausið yfir íslend-
inga í smekklausum, menningarfjandsamlegum kvikmyndum, um
þá uppáhaldsiðju, sem spillingarvald Ameríku iðkar: slagsmál,
þjófnað, rán og morð. Og virðist sá látlausi boðskapur þegar
farinn að bera ríkulegan ávöxt í því að skrílmenna hluta af
íslenzkri þjóð.
„Gangster-isminn", þetta sérkennilega ameríska afbrigði ó-
svífinnar fjárplógsstarfsémi á takmörkum glæpa og gróða, breið-
ist út meðal yfirstéttarinnar og birtist í æ ósvífnari aðförum
voldugustu einokunarhringanna, sem eiga háttsettustu verndar-
ana. Er sú spilling í eðlilegu samræmi við þá aðferð valdhafanna
sjálfra að láta fyrir Marshallmútur til ríkisvaldsins frelsi landsins
og líf þjóðarinnar falt. Samfara útbreiðslu hinnar „fínu“ fjár-
plógsstarfsemi í stórum stíl á æðstu stöðum, fjölgar svo grip-
deildum og ránum í smáum stíl hjá þeim, sem lifa á landamærum
glæpa og neyðar. Og þeir hljóta sinn dóm, o'g sitt tugthús, meðan
mennirnir, sem stela brauðinu frá börnunum, kaupinu af verka-
lýðnum, eigunum af millistéttunum og frelsinu frá þjóðinni stíga
hærra og hærra upp að fótskör Morgans og Mammons með líf
íslands sem fórn fyrir upphefð sína.
í landi Auðar Vésteinsdóttur og Ólafar Loftsdóttur er kvenna-
sala suður á Keflavíkurflugvöll orðin afleiðing amerískrar yfir-
drottnunar. Og sé talað um að vernda íslenzkar stúlkur gegn
amerískum gangsterum, bregðast blöð og hefðarkonur íhaldsins
ólm við og hrópa að slíkt væri kommúnismi. Þeim er selja