Réttur - 01.01.1952, Side 42
42
RETTUR
En Gisla, þinn útlaga, haldiO ég hef,
og hvencer sem get það ég verö 'onum hlif!
Og slitin og forn eru föt min■ og Ijót!
Að flika þeim lengur eg skeyti ekki hót!"
Þvi sál lians var stcelt af þvi eðli sem er
i ccttlandi hörðu, sern dekrar við fátt,
sem fóstrar við hcettur, — þvi það kennir þér,
að þrjóskast við dauðann rneð trausti á þitin mátt,
i voðanum skyldunni vikja ei úr,
og vera i lífinu sjálfum sér trúr."
3. Viðnámið er hjá verkalýðnum, menntamönnunum og millistétt-
unum — hjá alþýðunni, sem fylkir sér um Sósíalistaflokkinn.
Viðnámið gegn árás hins ameríska auðvalds á ísland — frelsi
þjóðarinnar, lífskjör hennar og menningu, — er fyrst og fremst
að finna í þeirri þjóðfylkingu íslendinga, sem er að myndast
kringum Sósíalistaflokkinn og baráttu hans.
Þessi vörn og sókn íslensku þjóðarinnar gegn ameríska járn-
hælnum, sem er að traðka frelsi vort og menningu í svaðið, er
háð á öllum sviðum þjóðlífs vors: andlegum og siðferðilegum,
pólitískum og efnahagslegum. Allt frá skáldsögum Halldórs Kiljans
Laxness, ljóðum Jóhannesar úr Kötlum, ádrepum Þórbergs og til
stórbrotnasta verkfalls verkalýðshreyfingarinnar 18.—22. maí 1951,
— allt frá sjálfum mótmælafundi reykvíkrar alþýðu gegn Atl-
antshafsbandalaginu og kinnhesti lítillar skólastúlku til sjálf-
stæðrar uppbyggingar íslenzks atvinnulífs óháð amerísku auð-
valdi — á öllum þessum sviðum, með öllum þessum aðferðum,
eru ofnir þættir í nútíma frelsishreyfingu íslendinga.
Þannig voru og forðum jafnt ljóð Jónasar eins og forusta Jóns
forseta, norðurreið Skagfirðinga og eldleg hvöt íslendingabrags,
samvinnuhreyfing þingeyskra bænda og kosningasigur Landvarna-
manna 1908 allt hvert um sig snar þáttur sjálfstæðisbaráttu vorrar
gegn danskri drottnun yfir íslandi.
Þjóð vor er að átta sig á því að hún á nú í baráttu upp á líf og
dauða við amerísku auðmannastéttina, sem með öllum aðferðum
sínum, frá hernaðarkúgun og efnahagsfjötrum til áróðurs og
mútna, reynir að brjóta þjóð vora á bak aftur og leggja land vort
undir sig.
Vér höfum háð slíka baráttu fyrr, íslendingar, — við ofurefli
— og lifað hana af, jafnvel sigrað að lokum.