Réttur - 01.01.1952, Qupperneq 51
RÉTTUR
51
foreyOslunnar bölvan brdÖa,
bylti þeim, sem mýgjar þér;
himininn krefjum heillaráða
og hrœðumst ei, þótt kosti fjer.
Legg við faðir liknareyra,
leið oss einhvern hjálþarstig;
en viljirðu ekki orð min heyra,
eilif náðin guðdómlig,
skal mitt hróp af heitum dreyra
himininn rjúfa kringum þig.
Hið eilífa kjörorð hetjuskaparins og baráttunnar: Eigi
víkja, mun gagnsýra vora fátæku, stoltu íslenzku þjóð. Hún veit
að hún sigrar í krafti hins góða málstaðar síns auðugt og hroka-
fullt ofureflið, ef hún aðeins gefst ekki upp sjálf.
„Andans sigur er œfistundar
eilífa lifið. — Farið heilir."
— er kveðja Matthíasar til Vestur-íslendinganna, þeirra, sem
hófu örlagaglímu íslenzks anda við Mammonsríki Ameríku.
★
Til vor berast þöglar bænir þúsundanna, sem kynslóð fram af
kynslóð urðu að þola kúgun og neyð, af því þær voru sviknar
undir erlenda áþján á örlagastundum þjóðarinnar. Og þær spyrja:
Á að leika komandi kynslóðir eins, — er neyðin og kúgunin nú
upphaf slíkra aðfara?
★
Út úr hjarta þjóðarinnar svarar hreystin og kjarkurinn þessum
þöglu bænum með ódauðlegum eggjunarorðum Sigfúsar Sigur-
hjartarsonar, er hann mótmælir fyrir þjóðarinnar hönd her-
náminu á fundinum 16. maí 1951:
„I dag er hér ekki hnípin þjóð í vanda. í dag er hér rík þjóð,
þjóð sem á nútímatæki til að sækja gæði lands og sjávar, þjóð
sem er gáfuð og þjóð sem er menntuð.
Og ég spyr ykkur — hvort þetta ofurefli, sem íslenzk alþýða,
íslendingar allir, eigi að mæta í dag, sé meira því sem íslendingar
áttu að mæta á Skólabrúnni fyrir hundrað árum. Og ég spyr:
Erum vér, erum vér ættlerar sem ekki getum staðið í þeim spor-