Réttur - 01.01.1952, Síða 55
RÉTTUR
55
víkurflugvelli. Jafnvel þegar svo illa er ástatt að valdinu er kropið,
skal staðið á réttinum.
íslenzk alþýða mun varðveita hinn heiða hug þjóðar vorrar í
forheimskunar galdrahríð amerísku málgagnanna á íslndi. Hún
varðveitir þá dómgreind, sem fékk Stephan G. til að yrkja
„Transvaal" gegn níðingsverki Breta á Búum. í krafti hennar for-
dæmir hún níðingsverk amerísks auðvalds í Kóreu. Hún lætur
smjaðrið um níðinganna hvergi villa sig, en horfir með fyrirlitn-
ingu á þegar íslenzkt blað sekkur svo djúpt, eins og Tíminn, að
kalla það „vopn lýðræðis", þegar amerískir yfirdrotnunarseggir
brenna konur og börn jafnt sem hermenn fátækrar þjóðar, sem
berst fyrir frelsi sínu, lifandi með „napalmi-“benzínsprengjum.
íslenzk alþýða mun varðveita smekk og fegurðartilfinningu
þeirrar þjóðar, er skóp ódauðlegar bókmenntir að fornu og nýju,
frá því að sökkva niður á stig þess togleðursjórtrandi amerísk-
hugsandi Morgunblaðsskríls, sem nú reynir að hertaka hug og
hjarta íslands.
íslenzk alþýða mun varðveita auðlindir lands vors, hrífa land-
helgina að lokum úr ránsklóm enskra og þýzkra auðmanna, foss-
aflið úr klóm hvaða auðvalds, sem enn kann að hremma það og
landið úr höndum þess hervalds, sem nú hefur læst það í hel-
greipum sínum.
íslenzk alþýða mun varðveita lífsafkomu og atvinnuöryggi sitt,
eins og það bezt hefur orðið, meðan þjóðin réð ein landi sínu,
— og þótt um tíma takist að ræna atvinnu, kaupi og eignum
af alþýðu manna með sameinaðri árás amerísks og íslenzks auð-
valds, þá skal barizt fyrir að afla þess aftur og meira en glataðist,
— og meðan barizt er af fullum kjarki og heilum hug, er enn
ekkert glatað að fullu.
★
Oss er það eigi nóg, íslenzkum sósíalistum, að sósíalisminn
sigri um víða veröld, jafnt í Ameríku sem Evrópu. Vér viljum að
þegar sú stund rennur upp, sé það ekki amerísk þjóð, sem byggir
þetta land, og hinir „íslenzku frumbyggjar“ hafi hlotið slík örlög,
sem frumbyggjar Bandaríkjanna hinir hraustu, djörfu Indiánar
fyrri alda. En slík verður afleiðingin, ef haldið er áfram því
hraða undanhaldi fyrir amerískri ágengni og yfirdrottnun, sem
einkennt hefur pólitík þríflokkanna þýlyndu frá 1946 til her-
námsins 1951.
Vér viljum að þegar þeirri óöld er lokið, að járnhæll amerísks
auðvalds traðki lífskjör alþýðunnar, búi oss fátækt og fjötra, —