Réttur - 01.01.1952, Síða 57
Skáldið
Williaiii Morris
eftir MATTHÍAS JOCHUMSSON
[10. desember 1896 reit þjóðskáldið Matthías Jochumsson eftir-
farandi grein í blaðið „Stefni", sem þá kom út á Akureyri, til
þess að minnast hins fræga íslandsvinar William Morris, er
lézt 3. oktober 1896, 63 ára að aldri. Ég hef áður í „Rétti“, 1947,
vitnað í þessa grein, en birti hana nú í heild, því hún hefur að
geyma merkilegar frásagnir og yfirlýsingar um andlegt sam-
band og skyldleika þessara þjóðskálda, sem ekki mega gleymast].
E. O.
Eins og kunnugt er, er einnig þessi mikli maður horfinn
af lífsins leiksviði. Enginn nafntogaðri listamaður hefur
heimsótt land vort á þessari öld en hann. Var Morris lengi
talið þriðja höfuðskáld Englendinga og annað síðan Tenny-
son lávarður dó. Algernon Swinburne er hinn, feykilega
andríkur höfundur og stórfeldur framsóknarmaður. Hvor-
ugur þeirra Morrisar unnu skipulagi og stjórnarháttum
landa sinna og fyrirlitu flestar þeirra lögskorðuðu skoð-
anir í f jelags- siða- og trúarmálmn. Morris var þó stilltari
maður í ráði, en drjúgur og staðgóður. Jeg þekkti hann
fyrst, er hann ferðaðist hjer 1867 með vini sínum Eiríki
Magnússyni. Síðar hitti jeg hann nokkrum sinnum í Lund-
únum, árið 1871, 73, 76 og 85 og var nokkrum sinnum í
boði hans. Tók hann Islendingum ávallt mæta vel. Þegar
jeg heimsótti hann síðast (1885) var hann orðinn nafn-
togaður Socialistaforingi. Brá mjer mjög við er jeg sá