Réttur - 01.01.1952, Síða 58
58
R É T T U R
þennan djarflega, einkennilega mann aptur, svo var hann
umbreyttur í sjón. Hið hrafnsvarta listamannshár var orðið
mjallahvítt og svipur hans miklu roskinlegri; var hann
þó lítið yfir fimmtugt. Hann kvaðst þá lifa sparsamlegar en
fyrr og hafði rauðvín eitt á borði. Kvaðst hann hafa ærið að
starfa fyrir vini sína og skyldi þar þá þegar haldinn prívat-
fundur í húsi hans, sem var rúmgott og sem höfðingja
sómdi. Bað hann mig að tef ja í lengstu lög, ef jeg mætti
ekki koma til sín aptur. Jeg átti að fara af stað næsta
dag, og varð því að ljúka mér af, en sársá eptir að missa
af slíkri persónu. Sá senrsá M. einu sinni gleymdi honum
aldrei aptur. Af samtali okkar man jeg fáein atriði. Jeg
spurði: Á ísland framtíð í vændum? — Það vil jeg vona,
þið eruð engin apturfaraþjóð enn. — Jeg hugsaði ykkur
sýndist við vera aular. — Taktu tíu óvalda Englendinga og
komdu svo með aðra tíu Islendinga. Svo skulum við
kryfja karla og skaltu sjá, að þínir landar bera af okkar
að vitsmunum. — Þið hafið lært að hugsa í fámenninu
og skortinum betur en oklkar fólk í fjölmenninu og innan
um nægtirnar; svo eruð þið gömul bókaþjóð og heili ykkar
stendur á bókamerg. —
Hvað vantar okkur Isl. fyrst og fremst? heimastjórn?
betri og fleiri atvinnuvegi? auknar samgöngur? item betri
skóla og uppfræðslu? — Því ekki þetta allt og meira til,
segir Morris, en jeg ætla að segja, allar þessar framfarir,
þó sjálfsagðar sjeu, er ekki nema hálf leiðin til þeirrar
siðmenningar, sem framtíðin heimtar. — Hvað heitir sú
siðmenning? segi jeg. — Hún heitir þjóðfélagsskapur
byggður á sameign. Nú skyldi jeg hvað hann fór, og tók
að ræskja mig eins og væri jeg heima. Þjer meinið, segi
jeg, sócialismi? Já, og ekkert'land undir sólunni, sagði
Morris ætti hægra með að koma honum á en þið íslendingar.
Þið hafið af engu að sjá nema kotunum eða þúfunum. Þær
eiga sveitafélög ykkar smám saman að kaupa og erfa, og
þá er hnúturinn leystur, ef þið lærið að sjá hvor annars