Réttur - 01.01.1952, Page 59
RÉTTUR
59
hag og viljið hlýða boði skynseminnar og náttúrulögmáls-
ins. — Hvernig má þetta ske? Þetta er svo einfalt sem
nokkuð getur verið — hjerna hjerna. Og með sama þeytir
hann í mig bunkum af blöðum og ritum, og í því sló klukkan
og þá var stundin komin. Morris var einn þeirra, sem jeg
kvaddi nauðugur. Jeg sá hann aldrei síðan. En þegar jeg
á dögunum las blaðagrein eptir Guðmund prest í Gufu-
dal, minntist jeg hinna tilfærðu orða Morrisar: blöðum
hans týndi jeg norður í Nýkastala, en orð hans eru nú
mín eigin skoðun, þótt ekki sje mitt færi, og hafi aldrei
verið, að rökstyðja hana. Spyrjum að leikslokum.
Ötal yngri skáld eru nú að keppa um öndvegið á Eng-
landi, en óvíst er að nokkurt þeirra nái frægð Morrisar,
því hann var efalaust einn hinn mesti listamaður, sem
Englendingar hafa átt, og hagleikur hans, smekkvísi og
stórstíg fjölhæfni, sver sig mjög í kyn við hinn forna
endurfæðingartíma listanna (Renaissance.). Listir, saga,
frelsi, drengskapur, var lífsskoðun þessa mikla manns.
Hans ágætu skáldrit og þýðingar úr vorum bókmenntum
vinna þeim og oss meira til frægðar, en megnið af því,
sem aðrir útlendingar í þá átt rita. Nafnið Vilhjálmur
Morris ætti að standa gulli ritað á íslands söguskildi.
Matth. Jochumsson.