Réttur - 01.01.1952, Page 62
Til miimiiigar um
Nikos Belojannis
Ég vildi óska, að dauði minn gæti stuðlað að því, að hið hrjáða
föðurland mitt fengi frið. Því er þó ver, að það muni verða
þvert á mpti. Hægri öfl Grikklands vilja ekki frið. En hvað sem
í skerst, skal ég minnast til hinztu stundar og af óendanlegu
þakklæti göfugmennsku þeirra, sem freistuðu að frelsa okkur
úr greipum böðlanna.
Þannig kvaddi Nikos Belojannis í bréfi, sem honum tókst
að smygla út úr fangelsisklefa sínum hinn 12. marz. Hann er
nú ekki lengur í lifenda tölu. Grísku fasistarnir launmyrtu hann
á sunnudagsmorgun, samkvæmt beinni skipun bandarísku stjóm-
arinnar, og heimurinn stóð andspænis orðnum hlut.
Ekkert lýsir Belojannis betur en framkoma hans fyrir dóminum.
Hann hafði þolað pyntingar mánuðum saman eins og samfangar
hans, karlar og konur. Eigi að síður var siðferðisþrek hans
óbugað, og svo var um fangana langflesta. Og það er nóg að
litast um í réttarsalnum andartak til þess að gera sér ljóst
fyrir hvað og af hverjum hann var sakfelldur.
Belojannis hafði verið dæmdur til dauða einu sinni áður, eða
16. nóv. 1951. Síðustu orð hans fyrir réttinum þá lýsa honum
glöggt.
— Nokkrir hinna ákærðu, sagði hann, eru undrandi yfir því, að
þeir skuli vera hér staddir. Það furðar mig ekki. Ég á sæti
í miðstjórn Kommúnistaflokks Grikklands, og einmitt þessvegna
stend ég fyrir rétti: vegna þess að flokkur minn berst fyrir