Réttur - 01.01.1952, Page 73
RÉTTUR
73
„Hraðfrysti fiskurinn seldur."
Andvirði hans verður greitt í dollurum“.
„Árangur af starfi Efnahagsstofnunarinnar."
Síðan er það upplýst að ríkisstjórninni hefði tekizt að selja
óseldar byrgðir af þess árs framleiðslu hraðfrysts fisks með aðstoð
efnahagssamvinnustofnunarinnar, og yrði verð hans 23 millj. kr.
greitt í dollurum.
En fljótt komst blaðið í andstöðu við sjálft sig, þegar það
astlaði að fara að skilgreina þessi merkilegu viðskipti.
Hinn 16. okt, segir í leiðara um fé það, er íslendingar fengu fyrir
fiskinn.
„Er það aðeins því skilyrði bundið, að tilsvarandi upphæð í ís-
lenzkum krónum verði lögð inn á sérstakan reikning hjá Lands-
banka íslands og síðan notuð til að greiða framleiðendum fiskinn.
Það sem gerzt hefur er þess vegna það, að íslendingum hefur
verið úthlutað hluta af þeim dollurum, er þeir samkvæmt Mar-
shallsamvinnunni áttu að fá að láni eða sem skilyrta gjöf, upp
í andvirði nauðsynjavöru, sem þeir selja á vegum Efnahagssam-
vinnustofnunarinnar til „Vestur-Evrópu."
Svo mörg eru þau orð. En þrem dögum síðar eða 19. október
segir aftur í leiðara blaðsins, þar sem rætt er um það hvort íslend-
ingar hafi gefið Evrópu fiskinn, eða Bandaríkin gefið íslandi 3,5
millj. dollara, eða að andvirði fisksins sé einhver tegund af Mars-
hallláni:
„Það sanna í málinu er hins vegar það að ekkert af þessu er rétt.
Efnahagssamvinnustofnunin í Washington kaupir þennan fisk
hreinlega af íslendingum og sendir hann síðan Evrópuþjóðunum,
sem taka þátt í Marshalláætluninni. Andvirði hinnar seldu
vöru er hins vegar dregið frá þeirri heildar upphæð, sem íslend-
ingum hefur verið ætluð af Marshallfé fram til miðs næsta árs.“
Þetta var ein fyrsta vörn stjórnarflokkanna fyrir þær afleiðing-
ar, sem Marshallkerfið ætlaði að sýna sig að hafa. Hvað vill nú
athugull lesandi segja um þessar mótsagnir. En þannig var einnig
fyrsta kynning íslendinga af þessari stofnun. Eyðilegging eins hag-
stæðasta markaðar, sem þeir höfðu aflað sér og þessi viðskipti í
staðinn.
Hinn 8. júlí 1949 gaf svo Bjarni Benediktsson þetta vottorð í
Mor gunblaðinu:
„Ef íslcndingar hefðu neitað þátttöku í Marshallsamstarfinu,
hefðu þeir lokað sjálfa sig úti frá Þýzkalandsmarkaðinum fyrir
ísfiskinn. Ef það hefði verið gert myndu nýsköpunartogararnir