Réttur


Réttur - 01.01.1952, Side 77

Réttur - 01.01.1952, Side 77
RÉTTUR 77 atriði er sannarlega þess vert að athugað sé nánar. Hvaða ástæða var til þess að veita íslendingum miklu meira gjafafé en hinum stríðsherjuðu þjóðum meginlandsins? Voru íslendingar ver á vegi staddir efnahagslega en þær? Ekki var svo. Um það er tiltækur vitnisburður Benjamíns Eiríkssonar, er hann var hér að undirbúa gengislækkunina. Þá skrifaði hann fyrir ríkisstjórnina allstóra fjölritaða bók er nefndist „Álitsgerð um hagmál“ og útbýtt var m. a. til þing- manna. Þar segir svo á bls. 18 um gjaldeyrisöflun íslendinga: „Sé litið á það magn gjaldeyris, sem aflast á hvern íbúa fyrir útfluttar afurðir nemur það allt að því 100 sterlingspundum á ári miðað við núverandi gengi. Þetta nemur 13.500 kr. á hverja fimm manna fjölskyldu. Þetta er furðu mikil upphæð og sú langmesta sem vitað er um hjá nokkurri þjóð, enda mun utan- ríkisverzlun hvergi jafn stór liður í þjóðarbúskapnum og á íslandi. í Bretlandi nemur andvirði útfluttrar vöru minna en 40 sterlings- pundum á íbúa. Andvirði útfluttrar vöru er hér allt að því 2% sinnum meira en hjá Bretum sem eru ein af helztu viðskipta- þjóðum heimsins. Þótt ekki sé þessi gjaldeyrisöflun beinar tekjur fyrir þjóðina, þar sem um það bil einn fimmti partur andvirðis útflutningsins er erlendur kostnaður má bera þær saman við þjóðartekjur ann- arra þjóða. Bretar og Danir eru meðal auðugustu þjóða. Þjóðar- tekjúr Breta nema um 200 sterlingspundum á íbúa. Þjóðartekjur Dana er svipuð upphæð á íbúa. Gjaldeyristekjur íslendinga einar saman eru um það bil helmingur þjóðartekna þessara þjóða miðað við íbúatölu, og því langtum hærri en þjóðartekjur hinna fátækari þjóða. Orsakir gjaldeyrisskortsins er því ekki að finna í ónógum gjaldeyri". Þetta er vitnisburður Benjamíns Eiríkssonar um það atriði, gjald- eyrisöflunina. Voru íslendingar skuldugir? Ekki var það heldur. Áður er frá því skýrt að í ársbyrjun 1947 áttú þeir í erlendum inneignum nærri 170 millj. kr. Að vísu munu þær hafa verið mikið eyddar þegar Marshallaðstoðin hófst meira en ári síðar. En samt er erfitt að melta þær fullyrðingar að efnahagur ís- lendinga hafi krafizt svo gífurlegra fjárframlega, þegar þess er gæít, að framleiðslumöguleikar þjóðarinnar höfðu vaxið gífurlega. Snn fremur má minna á það, að einmitt árið 1948 hækkuðu út- flutningstekjur þjóðarinnar um 100 millj. frá því sem verið hafði hæstu árin á undan, og námu það ár nærri 400 milljónum. En
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.