Réttur - 01.01.1952, Side 79
Réttur
79
framleiðslu, og er of lítil til þess að geta gefið arðbæran rekstur.
Þannig var komið í veg fyrir það að íslendingar, sem fulla mögu-
leika höfðu til að verða stórframleiðendur á þessu sviði, yrðu
keppinautur Unileverhringsins á heimsmarkaðnum.
Hins vegar var Hæringur keyptur fyrir Marshallfé, Faxaverk-
smiðjan og fleiri fiskimjölsverksmiðjur að nokkru leyti byggðar
fyrir það. Þá hefur og verið keypt fyrir það nokkuð af land-
búnaðarvélum, en aðalfyrirtækin sem þetta fé hefur fengist lagt
í eru Sogs- og Laxárvirkjunin. Nú loksins eftir mikið þóf hefur
fengizt margheitið leyfi til að hefja byggingu lítillar áburðar-
verksmiðju, sem engin hætta er á að verði samkeppnisaðili við
áburðarframleiðslu auðvaldsheimsins, en einnig er jafnframt í
þeirri hættu að vegna smæðar geti framleiðslan ekki staðizt
samkeppni við innfluttan áburð hvað verð snertir. í meðferð
þessa máls á Alþingi kom það greinilega fram, að efnahags-
samvinnustofnunin myndi ekki líta það hýru auga, að íslendingar
gerðust útflytjendur tilbúins áburðar í stórum stíl. Loks þegar
leyfið fæst. til að hefja þessa byggingu er verðlagið svo hækkað,
að nú er hún áætluð kosta 108 millj. kr. í staðinn fyrir 44
millj. þegar lögin voru samþykkt.
Sementsverksmiðja er ekki lengur nefnd á nafn. Það eru bara
til falleg lög um hana, sem minnisvarði yfir eitt af hinum sviknu
loforðum sem þjóðinni voru gefin í sambandi við Marshallstarfið.
Og eru þó önnur verri.
Rétt er að benda á það, að af öllum þeim stórframkvæmdum,
sem lofað var, séu raforkuverin þær, sem einna mesta náð
hafa fundið fyrir augum þessarar forstjórnar heimsviðskipanna,
Og þar næst áburðarverksmiðjan, sem þó fæst ekki leyfi til að
bafa stærri en raun ber vitni. Þetta er hvorttveggja skiljan-
legt þegar tvenns er gætt. Hingað er komið bandarískt herlið,
hver veit til hve langs tíma?
Aburðarverksmiðju er hægt að breyta í hergagnasmiðju á fáum
dögum ef þurfa þykir. En bæði herinn og áburðarverksmiðjan
burfa rafmagn, og það mikið rafmagn. Þarf nú meira en meðal-
lagi frjótt ímyndunarafl til þess að skynja eitthvað samhengi milli
bessara hluta?
Birtar hafa verið nokkrar opinberar tilkynningar um notkun
Marshallf j órins.
Þær sýna ótvírætt að óeðlilega mikill hluti þess hefur farið fyrir
beinar neyzluvörur og rekstrarvörur.
Arið 1950 voru gefnar út pöntunarheimildir á Marshallfé að
upphæð 121 millj. kr. Þar í voru: hveiti, hrísgrjón, sykur, jurta-