Réttur


Réttur - 01.01.1952, Qupperneq 86

Réttur - 01.01.1952, Qupperneq 86
86 RÉTTUR fremst áhuga á því að komið sé á peningalegu jafnvægi á ís- landi, þá er eðlilegt að sem stærstur hluti Marshallfjárins sé veittur sem óskilorðsbundið framlag. Mótvirði þarf aðeins að greiða fyrir þannig framlög, og mótvirðissjóðurinn er það fé, sem bein áhrif hefur á hið peningalega jafnvægi. Af þessu leiðir að eðlilegast er að, sem mest af fénu verði veitt sem óskilorðs- bundið framlag, og í öðru lagi að leyft væri að verja fénu eftir því sem þurfa þykir til innflutnings á neyzluvörum og r ekstr ar vör um“. Hér flettir Benjamín ennþá frekar ofan af hinni raunverulegu tilætlun. Þegar hann telur að Marshallféð eigi helzt að fást allt sem gjafir. Því að gjafirnar eru eina aðferðin, sem hægt er að nota til þess að draga innlenda féð, úr höndum einstaklinganna. Gjafirnar ásamt hækkuðu verðlagi gera þannig einstaklinginn fátækari, þótt íslenzka ríkið verði gjöfunum auðugra. í stað hinnar stórkostlegu risaáætlunar um uppbyggingu nýrra atvinnufyrirtækja er nú tilgangurinn orðinn sá einn að draga sem mest fé úr höndum einstaklinga og atvinnufyrirtækja, festa það í mótvirðissjóðnum, sem ekki má ráðstafa nema með leyfi Banda- ríkjanna. Þetta heitir að ná peningalegu jafnvægi. En hvað er átt við með peningalegu jafnvægi? Það skýrist einnig bezt með litlu dæmi. Þegar ríkisstjórnin var komin í þrot með gengislækkunina í ársbyrjun 1951 var það ráð tekið að taka upp bátagjaldeyrisfyrir- komulagið og betlað stóraukið Marshallfé til þess að auka vöruinn- flutninginn og gefa verzlunina frjálsa, sem kallað var. Áhrifum þessara ráðstafana á verðlagið þarf ég ekki að lýsa. í aprílmán. s. ár flutti viðskiptamálaráðherra erindi í útvarpið um þessa frjálsu verzlun. Hann talar þar m. a. um skort sem verið hafi á jafn- vægi í viðskiptalífinu, og segir síðan: „Gengisbreytingin og aðrar ráðstafanir sem gerðar hafa verið hafa nú gert það að verkum að þetta jafnvægi hefur náðst. „ . . . Þrátt fyrir hækkandi vöruverð er hér ekki um verðbólgu- fyrirbrigði að ræða meðan ekki hefst kapphlaup um kaup- gjaldið“. Þar höfum við einnig það. Hið peningalega jafnvægi þýðir hækkandi vöruverð án þess að tekjur einstaklingsins megi hækka á móti. Þýðir sama sem minnkandi tekjur, afleiðingin af því minnkandi kaupgeta, afleiðingin af henni sölutregða og afleið- ing af henni minnkandi framleiðsla. Það sem átt er við með að skapa peningalegt jafnvægi er því umbúðalaust sagt, KREPPA. Hinn 19. sept. 1949 var gengi krónunnar lækkað um 30% gagn-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.