Réttur - 01.01.1952, Page 99
RÉTTUR
99
Honum leið heldur ekki vel af því að hann var ekki
heilbrigður. Hann hafði legið veikur áður en hann fór
að vinna í smiðjunni og vitað, að hann var ekki búinn að
ná sér, þótt hann færi á fætur. Honum hafði fundizt
hann mega til, þegar hann átti kost á vinnu. Atvinnuleysið
var nefnilega byrjað, enda nokkur ár frá lokum síðasta
Evrópustríðs.
Vinnan veittist honum erfið, var síþreyttur og slappur
með stöðugan verk fyrir brjóstinu. Hann hafði gert sér
vonir um, að þetta myndi lagast, en það vildi ekki lagast,
svo að hann hafði farið til læknis. Læknirinn skoðaði
hann og spurði, hvort hann væri ekki með hita. Það vissi
maðurinn ekki, en sagðist vera hálfslappur.
„Þér skuluð mæla yður og liggja, ef þér eruð með hita.
Annars ættuð þér að koma til mín aftur, svo að ég geti
rannsakað yður betur“.
En svo hafði maðurinn ekki mælt sig, heldur farið
aftur til vinnunnar.
Aldrei hafði verið eins erfitt að sverfa stálið og í dag.
En hann hleypti í sig hörlku og ákvað að vinna svo lengi
sem hann mætti. Aðeins gremjulegt, hve litlu hann fékk á-
orkað.
Þorgrímur sjómaður vann við hlið hans og reyndi af
og til að halda uppi samræðum. En maðurinn svaraði
aðeins jái og neii, eða eins litlu og komizt varð af með.
I dag var hugur hans fullur beizkju vegna þess öfugstreym-
is, sem honum fannst vera í því, að hann skyldi þurfa að
standa hér og sverfa stál. Hann hvorki kunni né var fær
um að sverfa stál. Honum hafði aldrei hentað að vinna
erfiðisvinnu, ekki af því, að hann nennti því ekki, heldur
af því að hann hafði ekki líkamlega hæfni til þess. Hann
varð dauðþreyttur af vinnu, sem öðrum veittist létt. Sér-
staklega hafði hann fundið til þessa upp á síðkastið.
Hvers vegna fékk hann ekki að vinna skrifstofuvinnu, sem