Réttur - 01.01.1952, Síða 100
100
RÉTTUR
hann hafði lært og var vel fær um? Spumingin gerði ekki
annað en auka gremju hans.
„Það er hvergi betra að vinna en hjá ríkinu“, sagði
Þorgrímur, sem vissi, að maðurinn hafði unnið hjá ríkinu.
„Nei“, sagði maðurinn.
„Ég þekki mann, sem vinnur hjá ríkinu, og hann þarf
ekki að vinna nema frá tíu til fimm og á laugardögum
bara frá tíu til tólf, og þar að auki getur hann fengið frí,
næstum þegar hann vill. Það er nú eitthvað annað en hjá
okkur“.
,,Já“, sagði maðurinn.
„Sá, sem einu sinni kemst að hjá ríkinu, er tryggður
til dauðadags og fær eftirlaun og allt hvað heiti hefur“.
„Já“, anzaði maðurinn, enda þótt hann vissi, að þetta var
þvættingur.
Þá gaf st Þorgrímur upp og kveikti sér í pípu.
Síðan kom hádegisverðarhlé, og maðurinn náði í nestis-
töskuna sína og settist í homið hjá ofninum. Hann varð
einn eftir, því að vinnufélagarnir fóru heim í mat. En hann
hafði enga lyst á að borða. Þá vissi hann, að hann hlaut að
vera veikur. Það var ekki um annað að gera fyrir hann
en hætta, hann gat ekki lengur imnið að gagni.
Læknirinn hafði viðtalstíma klukkan tvö.
Maðurinn fór að hugsa um konuna sína. Hann var ennþá
gramur við hana, hafði verið það allan tímann síðan hann
missti atvinnuna á skrifstofunni og hún hafði látið á sér
skilja, að það væri aumingjaskapur að geta ekki haldið
vinnunni, eða heimsku hans að kenna og ábyrgðarleysi,
að vera að bendla sig við stjórnmál í stað þess að hugsa
fyrst og fremst um heimilið. Hann hafði ekkert sagt. Kann-
ske væri hann ekki gramur henni lengur, ef hann hefði sagt
eitthvað við hana? En það var ekki honum að kenna, þótt
skrifstofan þyrfti að fækka fólki. Stjómmál! .Ábyrgðar-
leysi! Hafði hann þá ekki leyfi til að hafa sínar skoðanir.
Átti hann að látast hafa aðrar stjómmálaskoðanir í von um,