Réttur - 01.01.1952, Síða 101
RÉTTUR
101
að einhver annar yrði látinn fara í hans stað? Nei, það
voru takmörk fyrir því, hvað hægt var að gera til þess að
halda atvinnunni. Og því í fjandanum var hún þá að gift-
ast honum, úr því að hún treysti sér ekki til að taka mót-
lætinu eins og hann?
Hún kveið mest fyrir, að þau misstu íbúðina. Hún sagðist
ekki mega hugsa til þess að flytja í bragga hjá bænum.
Hún sagðist heldur vilja ráða sig í vist upp í sveit með
börnin en að flytja í bragga.
Eins og þú vilt, hafði hann sagt. I raun og veru gat hann
kannske ekki ásakað hana fyrir það. Hann hafði komið
í margar af braggaíbúðum bæjarins ....
Vinnufélagarnir komu aftur og matarhléið var á enda.
Aftur byrjaði maðurinn að sverfa. En þetta var ekki
hægt. Samt leið honum ekki mjög illa. Hann var aðeins
fjarskalega slappur.
Forstjórinn leit til hans um leið og hann gekk hjá.
,,Þú verður að sverfa hinn endann miklu betur“, sagði
hann.
Þá lagði maðurinn þjölina frá sér og gekk í hxunátt á
eftir honum.
,,Pétur, ég verð víst að hætta, ég er eitthvað lasinn“.
Smiðjueigandinn snéri sér við og leit á hann.
„Já, blessaður góði, það skaltu gera“, sagði hann. „Það
er eitt af þvi, sem borgar sig ekki, að vinna veikur.“
Hann varð fyrstur á biðstofuna.
„Já, þér eruð kominn aftur,“ sagði læknirinn. „En hvað?
Hafið þér verið að vinna? Það máttuð þér ekki. Þér hljótið
að vera með hita sýnist mér. Gerið þér svo vel. Það er
bezt ég byrji á að gegnumlýsa yður.“
Maðurinn klæddi sig úr að ofan og skalf, þegar hann
var kominn úr fötunum.
„Þér eruð með hita“. sagði læknirinn aftur. „Þér ættuð
ekki að vera á fótum“.