Réttur - 01.01.1952, Síða 102
102
RÉTTUR
Rannsóknin stóð lengi yfir og var margvísleg. Loksins
þegar henni var lokið hagræddi læknirinn gleraugum sín-
um og leit alvarlega á manninn.
„Þetta er slæmt“, sagði hann. „Þér eruð með smitandi
berkla“.
„Ha?“ sagði maðurinn.
„Því miður, þér eruð með smit og verðið þegar í stað
að fara á hælið. Það er bezt að ég hringi í yfirlæknirinn
til þess að vita, hvort hann getur tekið við yður strax.
Gerið svo vel að sitja á meðan.
Maðurinn settist í leðurfóðraðan stól og beið.
Þetta var þá svona. Smitandi berklar — hælið. Hann
furðaði sig á því sjálfur, hve lítið homun varð um þessa
vitneskju. Ef til vill kæmist hann aldrei af hælinu, þess
vorU mörg dæmi. Honum stóð á sama. Meira að segja var
þetta kannske gott. Þá var þetta búið. En konan og börnin ?
Hann reyndi að ásaka sjálfan sig fyrir ábyrgðarleysi. En
það bar ekki árangur — honum fannst sjálfmn, að hann
hefði aldrei verið ábyrgðarlaus. En núna fann hann, að
hann var óskaplega þreyttur. Það var mjög gott að sitja
í þessum mjúka stól.
Loksins var læknirinn búinn að tala í símann, kom tíl
mannsins og sagði:
„Þetta er í lagi, þér getið komizt á hælið strax í dag.
Segið mér, eruð þér f jölskyldumaður ?“
„Já“.
„Hm. Það skiptir kannske ekki miklu máli, en ég hefði
samt óskað eftir að þér færuð á hælið strax í dag, þar sem
þér eruð með smit og úr því þér hvort eð er eruð á fótum.
En þér verðið að fara í bíl heim til yðar og auðvitað líka
suður eftir. Þér skiljið, að það er ekki eftir neinu að bíða, en
hins vegar ábyrgðarhluti fyrir yður að hafa nema sem allra
minnst samneyti við f jölskyldu yðar eða aðra. Og skilyrðin
til þess að láta sér batna eru hvergi betri en á hælinu“.
„Já“, sagði maðurinn.