Réttur - 01.01.1952, Page 103
RÉTTUR
103
Reynið svo að vera rólegur og kvíðalaus. Kannske lagast
þetta bráðlega."
„Já“.
Og innan skamms er maðurinn kominn út og röltir eftir
götunni.
Upp við gangstéttina hægra megin stendur straiunlínu-
bíll og hjá honum hávaxinn maður í gráum vetrarfrakka
— Valentínus f orstjóri, fyrverandi meðstarfsmaður á skrif-
stofunni.
„Nei, sæll og blessaður".
„Sæll“.
„Andskoti er að sjá þig maður. Hefurðu verið á þvi?“
„Nei“, anzaði maðurinn, „Ég er bara lasinn“.
„Já. það er líka satt, þú varst ekki vanur að vera SVO'
oft á því, það voru bara við Simmi. Hvert ertu að fara?“
„Heim, inn í Kleppsholt, ég ætla að fá mér bíl hérna
á stöðinni“.
„Nei, blessaður vertu, ég skal skjóta þér heim, ég á
leið þarna inn eftir hvort eð er. Gerðu svo vel“.
Maðurinn þakkaði og settist í aftursæti bílsins.
„Ég sá þetta, að þú varst eitthvað lasinn“, sagði for-
stjórinn eílítið hreykinn af glöggskyggni sinni og ræsti
bílinn.
„Hvað ertu að jobba?“
„Ég hef unnið í smiðju“, anzaði maðurinn.
„Hefurðu ekki getað komizt í neitt síðan þú hættir hjá
ríkinu?“
„Nei“
„Það er skítt. En þetta eru bölvaðir tímar allir að
fækka hjá sér og draga saman seglin.
Síðan þögn.
Maðurinn horfði á breitt bakið og útstandandi eyru
forstjórans. Þarna var maður, sem hafði komizt áfram
enda þótt hann hefði verið lélegur starfsmaður. Samt hafði
hann verið gerður að forstjóra fyrir stóru fyrirtæki, hafði.