Réttur - 01.01.1952, Qupperneq 106
106
RETTUR
andliti konunnar. Og það var langt síðan hún hafði sagt
góði minn við hann.
Meðan hann stóð við að láta fötin sín ofan í tösku, horfðu
telpurnar á hann í forundrun. Og svo datt honum það allt
í einu í hug. Seinna skildi hann ekkert í sjálfum sér. Þetta
var svo ólíkt honum. Ef til vill hafði hann verið með óráði.
„Ég skal segja þér dálítið, Stína,“ sagði hann, þegar konan
kom aftur. ,,Ég hitti áðan kunningja minn, sem er for-
stjóri hjá stóru fyrirtæki. Og hann var að bjóða mér at-
vinnu á skrifstofu hjá sér, góða atvinnu, ef til vill skrif-
stofustjórastarf. Við unnum saman einu sinni“.
„Er það virkilega“. En svo bætti hún við. „Hvað stoðar
það. Ekki bíður hann eftir þér með atvinnuna, hver var
þetta annars?“
„Jú, mér skildist á hornim — það er að segja, hann sagði
að þetta yrði ekki strax, en þetta er leyndarmál. Þú mátt
alls ekki minnast á það við neinn.
En hugsaðu þér, Stína, ef ég hefði ekki þurft að fara
á hælið og fengi fast starf, segjum með þrjú þúsund á mán-
uði og þar að auki kannske aukavinnu. Ætli við yrðum í
vandræðum að skreppa norður í sumarfríinu mínu, eða
kannske ég geymdi heldur fríið í sumar og við færnm
heldur hitt smnarið til Danmerkur að heimsækja mömmu
þína eins og þig hefur alltaf langað til“.
„Það hefði verið gaman að heimsækja mömmu", sagði
konan.
„Og ætli það yrði ekki líka einhver ráð með að eignast
teppi í stofima og djúpa stóla“, hélt maðurinn áfram. „Það
kæmi auðvitað ekki allt í einu en svona smátt og smátt.
En kaupið myndi hækka með tímanum, enda veitir ekki af,
því að telpumar verða dýrari eftir því sem þær stækka
og okkur myndi langa til að hjálpa þeim á skóla, þegar
þar að kæmi“.
Nokkur andartök hafði svipur konunnar verið dreym-
andi, en hún hrökk skyndilega upp af leiðslunni.