Réttur - 01.01.1952, Page 109
Víðsjá
eftir BRYNJÓLF BJARNASON
Atviiumleysi.
Nú er svo komið Marshallaðstoðinni, að atvinnuleysið er
orðið svipað því sem verst var fyrir síðustu styrjöld. Sam-
kvæmt lögboðinni skráningu í febrúar voru 718 atvinnu-
lausir í Reykjavík og hafa aldrei verið skráðir fleiri, að
undanskildum árunum 1937 og 1939. 12. jan. var tala at-
vinnuleysingja í Reykjavik samkvæmt athugun verkalýðs-
félaganna 1471 í 13 fél. Þar af voru 600 almennir verka-
menn og 400 iðnverkamenn. Aðra athugun létu verkalýðs-
félögin fara fram 13. febr. í 33 félögum og reyndist þá tala
atvinnulausra manna 2100. Ekki er ástandið betra víða
annarsstaðar á landinu. Á Siglufirði er almennt atvinnu-
leysi, á Akureyri mjög lítið um vinnu og sem dænai um
ástandið í fjölmörgum kauptúnum má nefna að á Bíldu-
dal, höfðu 59 einstaklingar sem skráning náði til aðeins
73 krónur til framfærslu sinnar í janúar.
Nokkurn harðindakafla gerði um miðjan vetur. Þá kenndi
rikisstjórnin tíðarfarinu um ástandið. Síðan gerði bezta
veður, en ekki raknaði hið minnst úr fyrir það. Enda þurfti
ekki að fara í grafgötur um hinar raunverulegu ástæður.
Aflinn var seldur óverkaður úr landi, meðan vinnslutæki
landsmanna stóðu ónotuð. Mikill hluti iðnaðarins var stöðv-
aður með öllu, enda varð að draga mjög saman seglin, vegna
stefnu ríkisstjórnarinnar: lánsf járskorts, söluskatts, kaup-