Réttur - 01.01.1952, Page 111
RÉTTUR
111
verkefni, sem ekki þyldi neina bið, og mundi þar skapast
atvinna fyrir 200 manns. Mánuðir liðu og svikizt var um að
hef ja verkið. Á Alþingi tókst að knýja fram samþykkt um
fjögurra milljón króna framlag til framleiðslu- og atvinnu-
aukningar. Mjög hefur verið lagt að ríkisstjóminni að nota
þetta fé til nokkurra úrbóta gegn atvinnuleysinu, meðan
það var mest tilfinnanlegt, en án árangurs. Ríkisstjóminni
virðist vera svo mikið í mun að slaka ekki til á eymdar-
stefnu sinni að hún hættir jafnvel við ráðgerðar fram-
kvæmdir, sem hún sjálf telur mjög aðkallandi. Fyrsta lífs-
markið kom frá ríkisstjórninni rétt fyrir páskana. En þá
var tilkynnt að nokkur hópur manna yrði tekinn til þjón-
ustustarfa á Keflavíkurflugvelli. Einnig það reyndist brigð-
mæli að mestu. Hins vegar var enga vinnu að fá í þjónustu
íslenzkra flugmála.
Mikill hugur er nú í verkamönnum að sameina alla stétt-
ina í órofa samfylkingu gegn stefnu ríkisstjómarinnar. Á
seinni almenna fundinum, sem haldinn var að tilhlutun at-
vinnuleysisnefndarinnar í Reykjavík, 3. marz, var borin
upp tillaga þar sem skorað var á ríkisstjórnina að segja af
sér og kalla Alþingi saman til funda, ef hún treystist ekki til
að verða við lágmarkskröfum fólksins um atvinnu. Fulltrúi
Alþýðuflokksins og formaður Fulltrúaráðs verkalýðsfélag-
anna í Reykjavík lagðist mjög eindregið gegn tillögimni og
skoraði á menn að fella hana. Hún var samþykkt með öllum
atkvæðum hins f jölmenna fundar gegn þremur.
Samningar um 12 stunda hvíld á togurum.
Ár eftir ár hefur Sósíalistaflokkurinn borið fram frum-
varp á Alþingi um 12 stund hvíld á togurum. Fyrst í stað
mætti frumvarpið andspyrnu allra annarra flokka. Síðar
fékk krafan svo einhuga fylgi allra sjómanna að Alþýðu-
flokkurinn treystist ekki lengur að þverskallast við að ljá
henni fylgi sitt. En andstaða hinna flokkanna var alltaf
jafn eindregin. Við síðustu samninga tókst að höggva