Réttur - 01.01.1952, Page 117
RÉTTUR
117
verkalýðsfélögum í Reykjavík og nágrenni. Úrslitum í at-
kvæðagreiðslu réði sambandsstjórnin sjálf. Þannig tókst
að fella tillögu Eðvarðs og fá ályktunaruppkast sambands-
stjórnar samþykkt. Greiddu því atkvæði 31 fulltrúi af 60.
Bak við þá samþykkt var minnihluti fulltrúanna frá verka-
lýðsfélögunum.
1. maí
var fjölmenn kröfuganga og útifundur í Reykjavík, sem
verkalýðssamtökin stóðu að heil og óskipt, enda var lö^ð
megináherzla á nauðsyn einingarinnar í ávarpi dagsins og
ræðum manna.
1 ávarpi verkalýðsfélaganna voru helztu kjörorðin þessi:
Gegn stefnu ríkisstjórnarinnar: atvinnuleysi, einokun,
lánsfjárbanni, dýrtíð og óréttlátum sköttum. Fyrir 40
stunda vinnuviku með óskertu dagkaupi, atvinnuleysis-
tryggingum og endurskoðun kaupsamninga. Mikil áherzla
var lögð á kröfuna um frið og vikið að þeim hættum, sem
íslenzku þjóðinni er búin af dvöl erlends hers í landinu.
Erindrekar íhaldsins, sem trúnaðarstöðum gegna í verka-
lýðshreyfingunni, neituðu að skrifa undir ávarpið.
Um kvöldið óvirti forsætisráðherra dag verkalýðsstétt-
arinnar með ræðu í útvarpið. Boðaði hann nýja vinnulög-
gjöf, til þess að „greiða fyrir heildarsamningum,“ eða með
öðrum orðum til þess að skerða samningsfrelsi og sjálfsá-
kvörðunarrétt verkalýðsfélaganna. I þeim átökum, sem
fyrir dyrum standa, mun verkalýðurinn vissulega þurfa
mjög á þeim styrk að halda, sem felst í þeirri einingu, er
setti svip sinn á daginn.
Hæstiréttur í þjónustu Atlantshafsbandalagsins.
1 1. hefti Réttar 1950 (Víðsjánni) er skýrt frá stéttar-
dómum undirréttar út af atburðunum við Alþingishúsið 30.
marz 1949, daginn sem Atlantshafssáttmálinn var sam-