Réttur


Réttur - 01.01.1952, Side 119

Réttur - 01.01.1952, Side 119
RÉTTUR 119 hlutlausan dómstól. Hæstiréttur hækkaði sektina og vítti undirrétt fyrir að láta bóka yfirlýsingu Einars. Vegna þeirra ,,glapa“ réttarins að láta bóka ummælin, er Einar dæmdur í 1500 kr. sekt! Þeir láta ekki rökfræðina trufla sig þessir herrar. Auk þess, sem dómurinn lýsir ágætlega afstöðu þeirra til frumstæðustu mannréttinda. Eftirleiðis skal það vera saknæmt að bóka ummæli vitna fyrir rétti, ef þeim þykir máli skipta að gera grein fyrir afstöðu sinni til réttarins! 16. maí var haldinn almennur mótmælafundur gegn dómunum í stærsta samkomuhúsi Reykjavíkur og sóttu hann fleiri en húsið gat rúmað. Voru þar samankomnir um 1000 manns. Fundurinn samþykkti eftirfarandi álykt- anir í einu hljóði: „Almennur fundur, haldinn í Austurbæjarbíói 16. maí 1952, lýsir sárum harmi og réttlátri reiði sinni yfir því, að Hæstiréttur landsins skuli hafa niðurlægt sig til að gerast tæki í hendi valdhafa landsins til ofsókna gegn þeim mönnum, er verjast óréttmætum árásum og berjast fyrir frelsi og friðhelgi landsins. Fundurinn lýsir megnustu andúð sinni á dómum þeim, sem Hæstiréttur hefur kveðið upp í 30. marz málun- um, þar sem ótvírætt var frá siðferðilegu og póli- tísku sjónarmiði, að sýkna bar hina ákærðu af ákær- um dómsmálaráðherra, en frá lögfræðilegu sjónar- miði bar að vísa þeim frá til fullnaðarrannsóknar, þar sem rannsókn sakadómara í málinu var hlutdræg og framkvæmd í þeim tilgangi að hlífa þeim seku: valdamönnum landsins og lögreglustjóra þeirra.“ „Almennur fundur, haldinn í Austurbæjarbíói 16. maí 1952, skorar á allan almenning að berjast fyrir fullri sakaruppgjöf og endurheimt mannréttinda allra þeirra, er dæmdir voru af Hæstarétti í 30. marz mál- unum, og heitir fylgi sínu við hver þau samtök, sem skipuleggja þessa baráttu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.