Réttur - 01.01.1952, Side 128
128
RÉTTUR
ORÐSENDING TIL KAUPENDA RÉTTAR
Undanfarið hefur staðið yf.ir áskrifendasöfnun hjá RÉTTI og
hafa safnazt á skömmum tíma 150 nýir kaupendur. Undirtektir
manna sýna ljóslega, að mjög auðvelt er að auka áskrifendatölu
ritsins að miklum mun, ef unnið væri að því af nægfilega fjöl-
mennum hópi.
Réttur vill því eindregið beina því til áskrifenda sinna, að þeir
leggist nú allir á eitt og færi ritinu a. m. k. einn nýjan áskrifanda
hver. — Slíkt ætti að vera tiltölulega auðvelt, þar sem mikið
vantar enn á að útbreiðslumöguleikar ritsins séu að fullu nýttir
meðal fylgjenda Sósíalistaflokksins og fjölda manna, sem áhuga
hafa á almennum þjóðmálum.
★
RÉTTUR er langelzta tímarit landsins sinnar tegundar. 36. árg.
ritsins er nú að koma út. Erfitt mun vera nú orðið að eignast ritið
frá uphafi, þar sem það er aðeins til „komplet“ í eigu einstakra
manna, og eru mörg ár síðan afgreiðslan gat útvegað það frá
upphafi. Jafnvel hefur reynzt erfitt að útvega í sumum tilfellum
heila árganga frá síðustu árum.
Afgreiðslan hefur látið binda inn síðustu fáanlegu árgangana frá
árunum 1946—1951. Eru nú til sölu nokkur eintök af þessum ár-
göngum og kosta kr. 135.00 í rexin bandi og 155.00 í skinni
★
Þeir, sem kynnu að eiga RÉTT frá upphafi, skal bent á, að þeir
eiga þar mjög fágæta og verðmæta eign. Þeim er það því mjög
nauðsynlegt, að láta binda ritið inn, ef það er óinnbundið, þar sem
erfitt er að hafa af því not, ef það er í heftum, og auk þess er því
mjög hætt við skemmdum. Menn ættu vel að aðgæta við innbind-
ingu að láta efnisyfirlitin sem ýmist eru yfir tvo eða þrjá árganga
í einu, lenda á réttum stað.
Afgreiðslan mun fúslega verða þeim til aðstoðar, sem óska
eftir að fá ódýrt band á ritið. Eru þeir vinsamlega beðnir að hafa
bréflega samband við afgreiðsluna og láta þar getið hve margir
árgangar ritsins það eru, sem þeir óska að fá bundna.