Réttur


Réttur - 01.06.1952, Síða 3

Réttur - 01.06.1952, Síða 3
RÉTTUR 131 sem rýta um frelsi af skyni skroppnum móði en skelfast sannleikann, sem vist mun glata því frelsi, sem er forréttindi og gróði. Einungis sá hinn sanni, vitri og góði mun syngja lof því frelsi sem þeir hata sem vaða stöðugt bæði í auði og blóði. [Ath. Gyðjan Letó (Latona) taldist til hinna óaeðri goða af Títana-kyni. En sjálfur himnaguðinn, Zeifur, felldi til hennar ástarhug, og varð hún þunguð af hans völdum. Fyrir afbrýði gyðjunnar Heru, sem var eiginkona Zeifs, fékk Letó hvergi griðastað, þar sem hún gæti orðið léttari, en var ofsótt og hrakin um víða veröld, unz hún að lokum fann hæli á eyjunni Delos og ól þar tvíburana Apolló og Artemis. Apolló varð sólguð (Helios, Föbos) og óskmögur Zeifs. Það sem einkum einkennir Apolló er sá brennandi guð- móður sem er uppspretta skáldlegrar andagiftar. Hann er því jafnframt guð skáldskapar og lista og birtir mönnunum veröldina í skíru ljósi guðlegr- ar visku. Hann er hinn háleiti frömuður reglu og siðgæðis í heiminum og leggur lið góðum mönnum og réttvísum en refsar þeim illu og óréttlátu (nafn hans er leitt af sögn sem merkir að tortíma). Apolló er höfundur ríkis og stjórnskipunar; hann verndar líf og afkomu almennings og vakir yfir ökrum og skógum, haga og hjörðum. Artemis, hin íturvaxna veiðigyðja, leggur bróður sínum lið og sendir óvinum hans sínar gullnu örvar, en eflir gengi þeirra sem þau unna og veitir góðan farnað öllu náttúrlegu lífi. Þar sem Apolló varð sólguð, varð systir hans Artemis (Díana) hinsvegar mána- gyðjaj. 1 Chillon-kastala eftir Byron Þú, frelsisást, sem fjötur engan ber, um fangans múr þinn ljómi bjartast skín, því þar er geiglaust hjarta háborg þín, sem hreinni tryggð er aðeins bundið þér.

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.