Réttur


Réttur - 01.06.1952, Page 23

Réttur - 01.06.1952, Page 23
RÉTTUR 151 var leiðin opin til hraðrar efnahagslegrar þróunar, enda þótt hin sigruðu afturhaldsöfl héldu áfram að tefja þá þróun eftir mætti með tilstyrk erlends auðvalds. Þriggja-ára-áætlunln Framkvæmd þriggja-ára-áætlunarinnar hófst í ágúst 1947. Eins og áður er sagt var henni ætlað að bæta það tjón, er þjóðar- búskapurinn hafði beðið í stríðinu, en hún átti þó um leið að gera nokkru betur. Gert var ráð fyrir að auka iðnaðarframleiðsluna um 27% miðað við 1938, og lífskjör almennings áttu að vera orðin nokkru betri en fyrir stríð. En ungversk alþýða brást svo vel við þessari áætlun, var svo fljót að skilja gildi hennar, að framkvæmd áætlunarinnar gekk miklu fljótar og betur en gert hafði verið ráð fyrir. Áætluninni var lokið um áramótin 1949—’50, eftir aðeins tvö ár og fimm mánuði, og var þó jafnvel í ýmsum greinum farið fram úr því, sem áætlað hafði verið. Þannig fór iðnaðarframleiðslan 20% fram úr áætlun, og kaupgeta almennings hafði aukizt um 40 % miðað við 1938. Framleiðsluaukningin í iðnaðinum í heild nam 50% miðað við 1938, en í þungaiðnaðinum 74%, en innan hans varð mast aukning á framleiðslu véla, olíu og alúminíums. Eitt höfuðverkefni áætlunarinnar á sviði landbúnaðarins var að koma í nyt landinu, sem skipt hafði verið milli jarðnæðislausra fjölskyldna. Þetta fólk byrjaði með tvær hendur tómar, og ríkið varð því að rétta því hjálparhönd. Sú hjálp var einkum fólgin í hagkvæmum lánum og verkfærastöðvum, þar sem bændurnir gátu fengið leigðar landbúnaðarvélar. Fyrir stríð höfðu stórbúin gefið mun betri arð en smábúin, svo að andstæðingar jarðaskipting- arinnar spáðu því, að framleiðsla landbúnaðarins mundi stór- minnka. Raunin varð þó sú, að í lok þriggja-ára-áætlunarinnar var framleiðslan orðin álíka mikil og 1938, enda þótt veðráttan væri óhagstæð sumrin 1947 og ’49. Það var 60% aukning á tímabili á- ætlunarinnar. Á þessum árum hófst nokkur samyrkjubúskapur, en sú hreyfing fór hægt fyrst í stað, meðan bændastéttin var að átta sig á þessari róttæku nýbreytni, enda var hún engri þvingun beitt í því efni. Þá var komið upp á vegum ríkisins fyrirmyndar- búum víðsvegar um landið. Miðluðu þau bændum af reynslu sinni og létu þeim í té útsæði og valið húsdýrakyn. Kúgun alþýðustéttanna í hinu gamla skipulagi kom meðal ann- ars fram í því, að miðskólar og sérstaklega æðri skólar máttu heita lokaðir fyrir þeim. Fyrir stríð voru þannig af miðskólanem-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.