Réttur - 01.06.1952, Síða 24
152
rÉTTUB,
endum aðeins 1,3% börn fátækra bænda og 3,8% börn iðnaðar-
verkamanna, enda þótt þetta væru fjölmennustu stéttir landsins.
í sérskólum og háskólum nam tala nemenda úr þessum sömu stétt-
um 1—2% af nemendafjölda skólanna. Á þessu varð nú gagngerð
breyting. Jafnframt því sem gert var við þau skólahús, sem
skemmzt höfðu í stríðinu og ný byggð til viðbótar, voru skólarnir
nú opnaðir fyir alþýðuæskunni. Á síðasta ári áætlunarinnar,
skólaárinu 1949—’50, voru þau umskipti orðin, að í miðskólunum
voru 45,8% úr verkalýðs- og smábændastétt, en í æðri skólum 60%.
Þjóðartekjurnar jukust á tímabili þriggja-ára-áætlunarinnar
um 97%. Til samanburðar má geta þess, að á tímabilinu 1926—’37
jukust þær einungis um 28% samanlagt á öllu tímabilinu. 1938
fengu 0,6% af þjóðinni 20% af þjóðartekjunum, og 19,6% af þjóð-
inni, er næst gengu að tekjum, fengu 38%. Þessu misrétti var
nú kippt í lag. Einnig varð veruleg breyting á hlutfallinu milli að-
alatvinnuveganna. 1938 komu 35,3% af þjóðartekjunum frá iðn-
aðinum, en 1949 49,2%. í lok áætlunarinnar hafði mestallur iðnað-
urinn verið þjóðnýttur, sömuleiðis allir bankar og utanríkisverzlun.
Ný stjómarskrá
Ungverska þjóðin hafði nú sannfærzt um, að sú endurbyggingar-
og nýsköpunarstefna, sem Kommúnistaflokkurinn og síðar Flokk-
ur ungverskrar alþýðu höfðu haft forgöngu um, leiddi raunveru-
lega til ört batnandi lífskjara og félagslegs réttlætis, að vígorðið,
sem Flokkur ungverskrar alþýðu hafði gefið hinu vinnandi fólki:
„Landið er þitt og þú byggir það upp í þína eigin þágu“, var ekki
innantómt slagorð, heldur í fullu samræmi við þann nýja félags-
lega veruleika, að alþýðan, sem fram að þessu hafði verið réttlaus
útlagi í sínu eigin landi, hafði nú raunverulega eignazt það og
var frjáls að því að yrkja það og njóta hinna ríkulegu gæða þess.
Fjölmennir þjóðfélagshópar, sem fram að þessu höfðu verið tví-
ráðir og hikandi, tóku nú að líta á áætlunarbúskapinn sem hina
ákjósanlegustu leið og skipa sér undir merki þeirrar stefnu, er
Flokkur ungverskrar alþýðu markaði. Á stjórnmálasviðinu birtist
þessi vaxandi þjóðareining í því, að ýmsir milliflokkar, sem hing-
að til höfðu látið afskiptalausa baráttuna fyrir framkvæmd áætl-
unarinnar eða verið fjandsamlegir, létu nú í ljós ósk um að gerast
aðilar að uppbyggingarstarfinu. 1949 var svo myndað bandalag
allra þeirra flokka, sem lýstu sig samþykka áætlunarbúskap og
uppbyggingu sósíalisma í landinu. Þetta bandalag var nefnt
Sj álfstæðis-þjóðfylkingin.