Réttur


Réttur - 01.06.1952, Page 28

Réttur - 01.06.1952, Page 28
156 RÉTTUR iðnaðinn'að hvers konar vélum til framleiðslu á neyzluvörum, leggur landbúnaðinum til vélakost og tilbúinn áburð, samgöngun- um skip, ökutæki, flugvélar o.s.frv. Það liggur því í augum uppi, að hvert það land, sem hefur engan eða ófullnægjandi þungainðað, getur ekki staðið á eigin fótum efnalega, er efnahagslega ósjálf- stætt. Uppbygging stóriðju, sérstaklega þungaiðnaðar, er því keppikefli hverrar þjóðar, sem hefur óbundnar hendur, og það, hvernig þeim málum er komið, er öruggasti mælikvarðinn á raunverulegt sjálfstæði þjóða. Af þessum sökum beitti Sósíalista- flokkurinn hér á íslandi sér fyrir öflun stórvirkra framleiðslu- tækja á nýsköpunarárunum og berst fyrir sköpun stóriðju óháðri erlendu auðmagni. í hinni endurskoðuðu fimm-ára-áætlun er gert ráð fyrir aukn- ingu landbúnaðarframleiðslunnar, sem nemi árið 1954 50—55% miðað við 1949. Hér er einnig um að ræða verulega hækkun frá hinni upphaflegu áætlun, því að þar var aðeins gert ráð fyrir 42,2% aukningu. Enda þótt framleiðsla landbúnaðarins aukist hröðum skrefum á tímabili áætlunarinnar, lækkar þó hlutur henn- ar í heildarframleiðslu landsins sökum iðnvæðingarinnar. Fyrir stríð var hlutfallið þannig, að iðnaðurinn framleiddi 53%, en landbúnaðurinn 47%. Gert er ráð fyrir, að 1954 framleiði iðnað- urinn um það bil 80%, en landbúnaðurinn 20%. Mikil áherzla er á það lögð að koma landbúnaðinum í nýtízku- horf bæði hvað kunnáttu og vélakost snertir. Fjárupphæðin, sem veitt er til hans samkvæmt áætluninni, nemur 11 milljörðum forint. En við það bætist svo það fé, sem varið er til menningarauka í sveitunum, skóla, menningarmiðstöðva, bókasafna og ennfremur til samgangna. Það gefur nokkra hugmynd um þann vélakost, sem landbúnaðinum er ætlaður á tímabilinu, að hann á samkvæmt áætluninni að fá 26—28 þúsund dráttarvélar. Þá á að taka í ræktun með áveitum á annað hundrað þúsund hektara óræktarlands, og verða þar meðal annars ræktuð hrísgrjón í svo stórum stíl, að gerir betur en fullnægja þörfum landsins. Hrísgrjón hafa ekki verið ræktuð í Ungverjalandi áður. Notkun tilbúins áburðar margfaldast á tímabilinu. Táknandi um þau stakkaskipti, sem atvinnuvegirnir hafa þegar tekið frá stríðslokum, er sú breyting, sem orðið hefur á útflutn- ingsverzluninni. 1938 var útflutningurinn því nær eingöngu hráefni og landbúnaðarvörur, en 1951 nam útflutningur hráefna aðeins 29% af heildarútflutningnum, en hálfunnar og fullunnar iðnaðar- vöru námu 71%. Eins og gefur að skilja dregur iðnaðurinn til sín mikið vinnuafl á tímabili áætlunarinnar. Er áætlað, að sú aukning

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.