Réttur - 01.06.1952, Qupperneq 31
RÉTTUR
159
skeiðar, ef hann var þá ekki atvinnulaus, en á þess nú kost að
skapa sér þokkalegt heimili, veita sér jafnvel einn og annan mun-
að, eyða kannski orlofinu í konunglegri höll, þar sem hann hafði
aldrei dreymt um að stíga fæti sínum. Eða hamingju bóndans,
sem aldrei átti fötin utan á sig, hvernig sem hann þrælaði, en á
nú skáp og spariföt og getur sent börn sín í skóla og er á leið að
verða bjargálna maður.
En þó að ungversk alþýða hefði ekki getað látið sig dreyma um
þær kjarabætur fyrir stríð, er hún hefur nú þegar skapað sér,
eru þær þó ekki aðalatriðið í hennar augum. Hin andlegu verðmæti
skipta hana enn meira móli. Fólk, sem áður gat ekki borið hönd
fyrir höfuð sér, finnur nú, að það á sinn rétt og getur neytt hans.
Fólk, sem ekki gat fundið nokkurn tilgang í vonarsnauðu lífi sínu,
sér, að það getur sett sér skynsamleg markmið og náð þeim, haft
sjálft hönd í bagga um örlög sín. Sá, sem aldrei var spurður, er
nú orðinn virtur aðili að því að hrinda fram þjóðþrifamálum.
Hann eignast sjálfsvirðingu, finnur í fyrsta sinn til fögnuðar yfir
að vera maður. Og þetta á ekki aðeins við um fátækasta fólkið
og „hinar þrjár milljónir betlara“, heldur hefur öll þjóðin að segja
má vaknað til nýs og gleðiríks lífs.
Þegar þjóð, sem búið hefur við langvarandi kyrrstöðu og áþján,
fær skyndilega frelsi, leysist úr læðingi hjá henni orka, sem
sprengir allar áætlanir. Það sem áður var dapurt strit, er orðið að
stoltu framtaki frjálsra manna. Þó að framkvæmd fimm-ára-áæt-
unarinnar kosti vissulega stór átök og margan svitadropann,
verður þessi mikla nýsköpun að öðrum þræði leikur, fjörsprettur,
sannkölluð ungversk rapsódía.
Ráffstjórnarríkin og Ungverjaland
Samskipti Ráðstjórnarríkjanna og alþýðulýðveldanna í Mið- og
Austur-Evrópu hefur allt frá stríðslokum verið eitt aðaláróðurs-
efni afturhaldsins í Ameríku og Vestur-Evrópu. Ráðstjórnarrík-
in eru sögð hafa lagt þessi lönd undir sig og kúga þau síðan
hroðalega og sópa til sín framleiðslu þeirra, svo að önnur eins
meðferð hefur ekki þekkzt, jafnvel ekki í nýlendusögu Breta. Nú
fyrir skemmstu lýsti forsetaefni Repúblikana í Bandaríkjunum
yfir því, að brýna nauðsyn bæri til að frelsa þessar „hart leiknu“
þjóðir og aðrar undan „áþján kommúnismans“. Þessu mannúð-
arfyrirtæki á náttúrlega að koma í framkvæmd með því að láta
vopnin tala, kveikja í heiminum í þriðja sinn.
Sannleikurinn um afskipti Ráðstjórnarríkjanna af alþýðulýð-