Réttur - 01.06.1952, Blaðsíða 36
RrottrekstFarnir úr
Vélsinið j uniii Héðni
eftir SNORRA JÓNSSON
Að loknum vinnudegi þ. 8 sept. sl. var þrem starfsmönn-
um Vélsmiðjunnar Héðins h.f., hvormn í sínu lagi, afhent
lokuð bréf með áritun fyrirtækisins. Það hlaut mikið að
hggja við, því ein af vélritunarstúlkunum i fyrirtækinu var
látin bíða þess við dyr úti, að viðkomandi starfsmenn yfir-
gæfu staðinn, svo hægt væri að afhenda þeim bréfin jafn
óðum og þeir kæmu út.
Bréf þessi voru til þriggja forvstumanna Félags járn-
iðnaðarmanna í Reykjavík; formanns félagsins, varafor-
manns og trúnaðarmanns félagsins á vinnustaðnum, þeirra
Snorra Jónssonar, Kristins Ág. Eiríkssonar og Jónasar
Hallgrímssonar. Bréfin voru öll samhljóða og þannig:
„Reykjavík 8/9 —52.
Hér með er þér sagt upp atvinnu í Vélsmiðjunni Héðni
h/f frá deginum í dag að telja.
Ógoldið kaup kr........fylgir hér með, ásamt kaupi
fyrir tvær næstu vikur, kr.......þar sem óskað er eftir
að þetta sé síðasti vinnudagur þinn hjá fyrirtækinu.
Vélsm. Héðinn h/f
Sveinn Guðmundsson.
(Sign.)