Réttur


Réttur - 01.06.1952, Page 53

Réttur - 01.06.1952, Page 53
RÉTTUR 181 hætt“. En Sturla er allur í liðveizlunni við Þorgils sem hina tyrrJ frændur sína. Og þó er viðhorfið gagnvart Þorgilsi annað en verið hafði gagn- vart þeim Sturlu og Þórði. Þorgils fyllir ekki hinna skarð. Um leið og Sturla slítur sambandi við Hrafn og Eyjólf og gefur þar með trúnaðarmannabandalag Þórðar með öllu upp á bátinn, þá snýr hann sér ekki að Þorgilsi sem þeim, er einn eigi að stjórna öllu landinu. Hann styður að sambandi þeirra Þorvarðs, og um leið og hann mælir með Þorgilsi við Skagfirðinga, þá mælir hann með Þorvarði við Eyfirðinga. Og hann lítur ekki aðeins til þess- ara frænda sinna sem væntanlegra samstarfsmanna um forustu íslenzkra mála. Hann seilist enn lengra. Hann hafði áður komið á venzlaböndum við annan aðalumboðsmann konungsvaldsins á íslandi, erkifjanda þeirra Sturlunganna, Gissur Þorvaldsson í Hruna, gifti dóttur sína syni hans. í krafti dýrkeyptra lærdóma reynslunnar opnar hann nú fleiri en einar dyr í senn um áhrif á framvindu málanna. Hákon konungur skildi, að honum var ófriður milli íslenzku höfðingjanna fyrir öllu. Á sama hátt mátti Sturla skilja, að fyrir sjálfstæði íslendinga var friðurinn fyrir öllu, ef hans væri kostur. Og þegar Þórður kakali er frá skilinn, þá dylst ekki, að Gissur hefur mest til brunns að bera allra íslenzku höfðingjanna til að ná lýðhylli og stjórna með röggsemi. Og sjálfsagt hafa Sturlu ekki verið duldar veilur Gissurar í kon- ungshollustunni. En þá er næst að gera sér nánari grein fyrir því, hvert Sturla muni nú hafa beint stefnunni. 7. Gissur, Hrafn og Sturla. Þegar leitað var um sættir milli Sturlu og Þorgilsar, þá var Hrafn leyndur þeim ráðagerðum. Áður virðist vera slitið allf samand milli Sturlu og þeirra Norðlendinganna Eyjólfs og Hrana. En Sturla leggur kapp á að láta Hrafn fylgja sér að sættum við þá báða Þorgils og Gissur, þótt ekki geti hann sýnt honum það traust að opna fyrir honum sínar nýju fyrirætlanir. Og hann fær Hrafn til að sættast við þá báða og svo hjartanlega við Gissur á yfirborði, að hann er boðsmaður hans í brúðkaupinu á Flugu- mýri. En sættir Hrafns reyndust óheils hugar, enda skiljanlegt, þegar fortíð hans er athuguð. Hann er aðeins rúmlega hálfþrítugur, þegar hér er komið. Fimmtán ára að aldri gengur hann í þjón- ustu Þórðar kakala, og frá upphafi er hann sá manna hans, sem alltaf stendur fremst í fylkingum. Hann er 12 ára, þegar móður- bræður hans tveir eru teknir af lífi úr kirkjuhelgi af Gissuri

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.