Réttur


Réttur - 01.06.1952, Page 54

Réttur - 01.06.1952, Page 54
182 RÉTTUR Þorvaldssyni eftir Örlygsstaðafund. Rúmlega tvítugur er hann einn í trúnaðarmannasveitinni, sem Þórður kakali felur á hendur ríki sitt. Það mætti því ætla, að honum hafi komið nokkuð undar- lega fyrir þær aðgerðir Sturlu, sem hann hefur sennilega mest metið þeirra bandamanna, þegar hann hefur allt í einu snúizt til sætta, vináttu og venzla við þá Þorgils og Gissur, sem með kon- ungsbréfum gera kröfur til þeirra ríkja, sem Þórður hafði falið þeim til varðveizlu. Og það er eins og Hrafn verði miður sín um skeið út af þessum óvæntu aðförum. Hann þykist ekkert fast hafa undir fótum, og í framkomu hans kennir ósjálfræðis. Hann er svo undir áhrifum Sturlu, að hann gengur til sættanna og tekur boði þeirrar Gissurar í brúðkaupið. En hann hlustar á fyrirætlanir fyrri samherja sinnna um að ráðast á Gissur að brúðkaupinu og gefur þeim ekki ákveðnara afsvar um þátttöku en það, að þeir senda til hans öðru sinni, áður en brúðkaupinu lýkur. Hann drekkur tvímenning heilan dag með syni Gissurar í brúðkaupinu, og þeir „minntust við jafnan um daginn“. Hann getur ekki stillt sig um að gefa Gissuri í skyn með hálfkveðnum orðum, að hætta sé á ferðum. En svo tekur hann þann kostinn, þessi gunn- reifi æskumaður, sem barizt hafði fyrir ríki Þórðar kakala frá 15 ára aldri, að ganga í vandræðin með fyrri samherjum sín- um í trúnaðarmannabandalagi síns herra. Aldrei verður ósjálf- ræði hans þó greinilegra en þegar hann flýr úr Þverárbardaga, hermaðurinn, sem aldrei áður hafði hvikað, rennur nú fyrstur úr bardaga, þegar hann stendur sem hæst. Þá var framganga hans önnur í Flóabardaga. Skýringu þessa sé ég helzt þá, að hon- um hafi reynzt ofraun að ganga til vígs gegn Sturlu. Þegar Hrafn fer síðan að berjast gegn yfirgangi kirkjunnar að hætti fyrri höfð- ingja, þá er hann aftur kominn heim til sín. Vinátta Sturlu við Þorgils og Gissur virðist ekki verða árang- ursrík. En sú er þó staðreynd málsins, að um leið og vinátta og mægðir hafa tekizt með Gissuri og Sturlu, þá hefur Heinrekur biskup snúið fjandskap sínum á Gissur, skýtur skjólshúsi yfir ódæðismenn brennunnar og lýsir Gissur 1 bann út af hefndarvíg- um hans, svo að hann þykist ekki geta við unað og fer enn einu sinni utan. Og Þorgils er veginn af fyrri samherja, þegar veldi hans stóð um alt Norðurland. En um leið og Gissur kemur til landsins aftur og þá með jarlstign yfir ríkjum konungs, þá veitir Sturla honum enn brautargengi. Hann ríður með hon- um til þings með sveit manna, ríður með honum austur yfir ár til reikningsskila við Þórð Andrésson út af fjörráðum hans við Gissur í sambandi við bréfið til Brandssona, „og skildust

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.