Réttur


Réttur - 01.06.1952, Page 59

Réttur - 01.06.1952, Page 59
RÉTTUR 187 bezt hinum yfirvegandi, ákafalausa, en trausta fylgjumanni, og væri ekki Þorgils saga skarða, væru hvergi til beinar sagnir um afstöðu hans til yfirgangs konungsvaldsins á íslandi. Nú munu fræðimenn almennt hallast að þeirri skoðun, að Sturla riti ekki íslendingasögu fyrr en eftir utanvist sína. Þá er allt um garð gengið. Sturla hefur sætt sig við orðinn hlut, er orðinn konung- legur embættismaður og sér þá enga ástæðu að trana fram við- horfi sínu til liðinna atburða. Kaflinn í Hákonar sögu um holl- ustueiða Vestfirðinga er hið eina, sem gefur bendingu, og sú bending er gefin af sérstöku tilefni. Enn hefur lítið verið minnzt á eina heimildina um Sturlu. Það er Sturlu þáttur. Seinni hluti hans um utanförina og viðskipti hans við Magnús konung, er elcki talinn traustur að heimildar- gildi, einstök atriði þar þykja ruglingsleg og bera vott ekki náins kunnugleika um atburðina. En myndin, sem þar er dregin upn af Sturlu, gæti eigi að síður verið sönn, og þá jafnframt sem sú mynd, er mótazt hefði í þjóðarvitundinni fyrstu áratugina eftir daga hans. — Það leynir sér ekki stollt höfundar af íslendingnum Sturlu Þórðarsyni. „Sturla inn íslenzki, viltu skemmta?" spurði stafnbúi konungs, er konungur af náð sinni hafði tekið Sturlu með suður með landi, í stað þess að drepa hann við fyrstu sýn. „Þar vilja menn heyra til sögu, er hann íslendingurinn segir“, segir maður, þegar drottning spyr, „hvað þröng er þar fram á þiljun- um?“ „Það ætla eg, að íslendingur þessi muni vera góður drengur og sakaður minnur en flutt hefur verið“, segir hún við mann sinn. Það er enginn stórbokkaháttur í fasi Sturlu, þegar hann er kominn á konungs náð. Hann er auðmýktin sjálf, eins og sá einn, sem alltaf er reiðubúinn að viðurkenna staðreyndir og sætta sig við orðinn hlut, sem ekki verður aftur kallaður. — „Nokkru síðar gekk konungur á bryggjur og sveit manna með honum. Stóð Sturla þá upp og hneigði honum og kvaddi hann; en konungur svaraði engu og gekk aftur eftir skipi til lyftingar". „Guð sé lof- aður, að svo sé“, hrópar Sturla í auðmýkt hjarta síns, þegar kon- ungur hefur bergt á silfurkeri fullu af víni, rétt að Sturlu og mælt: „Vín skal til vinar drekka". Og vináttu konungs vinnur hann með þeirri íþrótt, sem íslenzkust er allra íslenzkra íþrótta. Hann orti kvæði. í hálfan þriðja tug ára hafði hófstillingarmað- ur gefið sig á vald illdeilum og styrjöldum til að sporna við völd- um Hákonar konungs á íslandi. Þegar hann hefur beðið algeran ósigur, þá yrkir hann kvæði um sigurvegarann af þvílíkri kunn- áttu, að sonur sigurvegarans efast um, að sjálfur páfinn geti kveð- ið svo vel.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.