Réttur - 01.06.1952, Síða 60
188
RÉTTUR
Sturla kemur mjög við sögu landsins, eftir að þessir atburðir
hafa gerzt, en sú saga verður ekki rakin hér. Hann gerist em-
bættismaður konungsvaldsins á íslandi, er lögmaður 1 10 ár, gerist
riddari að konunglegri nafnbót og færir íslendingum fyrstu lög-
bókina, sem samin var í konungsgarði. Saga þeirrar lögbókar
gæti þó ef til vill borið vitni fyrri sjálfstæðishetju, sem enn legði
kapp á að verja eins mikið og varið yrði með áhrifum sínum á
hið nýja vald. En það er utan viðfangsefnis þessa þáttar.
Sturla sat „1 góðri virðing mörg ár í elli sinni“, þar til hann
andaðist nær sjötugur. „Var líkami hans færður á Staðarhól og
jarðaður þar að kirkju Péturs postula, er hann hafði mesta elsku
á haft af öllum helgum mönnum“. Mikil stríðshetja síns herra
var Pétur postuli vissulega, og vel mundi það metið af höfðingj-
anum, sem átti sjálfstæði síns lands að sínum herra. Þó má vera,
að einhverju hafi það um elsku hans valdið, að í vitund hans hafi
hans langa og rysjótta lífstíð átt einhverja átakanlega afneitunar-
stund.