Réttur - 01.06.1952, Page 62
190
RÉTTUR
sínum, er einmitt skrifað Jóni frá Sleðbrjót, þannig að
söknuður er að því í bréfum Stephans, er Jón fellur frá.
Þeir hafa auðsjáanlega verið mikið að ræða þjóðfélags-
málin sín á milli og alltaf er Stephan að hvetja Jón til þess
að birta ýmislegt sem hann hafi skrifað, einkum frásögur
og æviágrip. En því miður er íslenzkri alþýðu alltof lítið
kunnugt af því, sem Jón hefur unnið, og ýmislegt af því,
sem hann hefur skrifað, hefur líklega því miður aldrei
verið birt.
Jón frá Sleðbrjót ætti skilið að minningu hans væri meir
á lofti haldið en gert er.
Jón frá Sleðbrjót var einn þeirra, er sendu Þorsteini
Erlingssyni f járupphæð með sr. Rögnvaldi 1912. Þorsteinn
þakkar honum, eins og þeim öllum, þá með þessari vísu:
„Drenglund þín er söm við sig.
Svona eru dísir góðar,
að þær telja’ ekki ofan í þig,
eins og þú sérð er gert við mig,
ljámýs hér á líknargaddi þjóðar.“