Réttur - 01.01.1953, Blaðsíða 13
RETTUR
13
að íara, þá fer hann. Ástandið í veröldinni er þánnig að ameríska
auðvaldið þyrði ekki annað. Lítið til sjálfrar Ameríku. Smáríkið
Panama rak her Bandaríkjanna burt fyrir nokkrum árum og þau
hlýddu. Mexico, nágranni þeirra, neitaði að gera bandalagssamn-
ing við þau, — og þau stóðu ráðlaus. Bólivía þjóðnýtir koparnámur
amerískra auðkýfinga og þeir þora ekkert að aðhafast.
Eitt verða menn að muna, þótt auðkýfingar Ameríku berist mik-
ið á og tali hátt.
Hið hrædda, heimska auðtröll Ameríku riðar á leirfótum sínum.
Jafnvel hermálaráðherrar þess henda sér út um glugga af hræðslu
við Rússagrýluna, sem þeir hafa búið til sjálfir. Allstaðar er al-
þýða heims og kúgaðar nýlenduþjóðir að hrista af sér okið. Al-
þýðan ræður þegar þriðja hluta alls heimsins. Annar þriðji hluti
— nýlenduþjóðirnar — er að búa sig undir að hrista af sér ok
auðvaldslandanna gömlu. Og í þriðja þriðjungnum, Bandaríkjun-
um og Vestur-Evrópu og öðrum auðvaldsríkjum, ólgar frelsisbar-
átta verkalýðsins, svo að vitstola afturhald ærist og sér rússneska
agenta í hverju horni, en samtímis færist hnignun og kreppa yfir
þessi lönd, þau dragast aftur úr gagnvart stórkostlegum framför-
um alþýðuríkjanna.
Álit og afstaða Bandaríkjanna í heiminum þyldi það ekki að
beita vopnlaust og varnarlaust ísland ofbeldi, ætla að neita að
f-ara með her sinn héðan, ef Alþingi samþykkti slíkt. Gagnvart
þeirri hótun Alþingis og þjóðlegrar ríkisstjórnar að kæra Banda-
ríkin fyrir Sameinuðu þjóðunum, ef þau eigi héldu samninga,
myndi Bandaríkjastjórn tafarlaust gugna og flytja her sinn burt.
Það er því enn aðeins undir þjóðinni sjálfri komið að fá land
sitt frjálst aftur. Enn eru örlög vor í sjálfra vor höndum.
Sú sókn, sem verkalýðurinn hóf um aldamótin, — sú forusta,
sem alþýðan tók í framfara- og frelsisbaráttu þjóðarinnar 1944, —
verður að halda áfram. í sex ár, frá 1947 til 1953, hefur áróðurs- og
ofsóknahríð amerísks auðvalds og hemámsflokka þess dunið á
brjóstfylkingu þjóðarinnar, Sósíalistaflokknum. En flokkurinn
hefur staðizt sem klettur hverja árás. Það hefur ekki tekizt að
hnekkja fylgi hans með þjóðinni. En það hefur tekizt að ræna al-
þýðunni miklu af þeim hagsbótum, er hún hafði náð, — og það
sem hættulegast er, það hefur tekizt að veikja nokkuð þann stór-
hug og trú á landið, sem einkenndi sóknina miklu 1944.
Nú verður að brjóta við blað.