Réttur - 01.01.1953, Blaðsíða 73
RÉTTUR
73
Sovétríkjanna á síðastliðnu hausti birti hann eftirfarandi tölur um
þróun iðnaðarframleiðslunnar í Sovétríkjunum og nokkrum
helztu auðvaldsríkjunum og er miðað við visitöluna 100 árið 1929:
1929 1939 1943 1946 1947 1948 1949 1950 1951
Sovétrikin ... 100 552 573 466 571 721 870 1082 1266
Bandaríkin ... ... 100 99 217 155 170 175 160 182 200
Bretland ... 100 123 112 121 135 144 157 160
Frakkland .... . ... 100 80 63 74 85 92 92 104
ítalia ... 100 108 72 93 97 103 118 134
Af töflunni sést að framleiðsla Sovétríkjanna á umræddu tíma-
bili því nær þrettánfaldaðist og ennfremur að hún hefur vaxið
á eftirstríðsárunum jafnt og þétt.
Ennfremur sést að framleiðslan í Bandaríkjunum var því nær
hin sama árið 1939 og hún var 1929, en á styrjaldarárunum óx
hún verulega. Eftir styrjöldina drógst hún hinsvegar saman og
tók fyrst að vaxa þegar Kóreustyrjöldin brauzt út og hervæðingin
hófst af fullum krafti.
Iðnaðarframleiðslan í Bretlandi óx aðeins um 60% á umræddu
tímabili en í Frakklandi hefur hún því nær staðið í stað.
Bráðabirgðatölur er birtar hafa verið um iðnaðarframleiðsluna
í auðvaldsríkjunum á árinu 1952 sýna að hún hefur minnkað. Þótt
þessi samdráttur sé ekki mikill í tölum talinn þá er hann mjög
mikilsverður og táknrænn. Hann sýnir að aukningin á hergagna-
framleiðslunni hamlar ekki lengur á móti þeirri skerðingu er
orðið hefur á annarri framleiðslu.
í fyrsta sinnið eftir að Kóreustyrjöldin brauzt út hefur heild-
arframleiðsla Bandaríkjanna lækkað um 2—3%.
Miðað við árið 1951 þá minnkaði stálframleiðsla Bandaríkjanna
um 11,4%, vörubílaframleiðslan um 14,0%, fólksbifreiðaframleiðsl-
an um 18,6%, baðmullariðnaðurinn um 12,0%, ullariðnaðurinn
um 16,0%, pappírsframleiðslan um 6,0%.
Talið er að aðeins 56% af framleiðslugetu iðnaðarins í Banda-
ríkjunum hafi verið hagnýtt á síðasta ári — þrátt fyrir alla her-
væðinguna! Sömu sögu er að segja frá öðrum auðvaldsríkjum.
Þannig varð heildarframleiðsla Breta 3% minni á siðasta ári en
árið 1951.
Þegar við þetta bætast hinir sívaxandi örðugleikar í auðvalds-
heiminum á því að selja framleiðsluna þá sést Ijóslega hvert stefnir.