Réttur - 01.01.1953, Blaðsíða 80
80
RÉTTUR
þessum kostnaði eru 8 milljónir kr. vextir og bankakostnaður). —
En svo fyrirskipaði ameríska auðvaldið gengislækkun á íslandi og
ríkisstjómin hlýddi 20. marz 1950 og þarmeð hækkar áætlunar-
kostnaðurinn upp í 1G5 milljónir króna, útlendi kostnaðurinn
þar af milli 90 og 100 milljónir. Og rafmagnsverðið miðast fyrst og
fremst við þennan stofnkostnað, sem verður svona hár í ísl. krón-
um af því Ameríkanar ráða genginu. Rafmagnsnotendur verða því
að greiða miklu hærra verð en þeir ella hefðu þurft fyrir rafmagn-
ið, af því amerískt auðvald fjrrirskipar nú verðlagsstefnu þá, sem
ríkja skal á íslandi. Að svo miklu leyti sem Sogsvirkjunin er byggð
fyrir lán úr Mótvirðissjóðnum, sjóð, sem íslendingar sjálfir leggja
fram en borga ameríska sendiráðinu 5% „þjórfé" úr, þá fá ís-
lendingar ekki einu ainni sjáKir að ráða vöxtunum á þeim lánum.
Dr. Benjamín Eiríksson viðurkennir að það sé stefna Ameríkana
að hafa háa vexti á slíkum lánum. Þessvegna eru þeir 5%%.
Með lækkun á gengi íslenzku krónunnar og fyrirskipanir um
háa vexti til raforkuveranna, íþyngir ameríska auðvaldið þannig
r af magnsnotendunum.
í öðru lagi: Þjóðin gat reist þessi orkuver án „aðstoðar“ ame-
riska auðvaldsins og hefði f járhagslega séð getað það ódýrar en nú
varð.
Það er nauðsynlegt að rifja vel upp forsögu þessa máls, ef ósann-
indin um nauðsyn ölmusanna eiga ekki að festast í þjóðinni.
Þegar samningar stóðu yfir um nýja ríkisstjórn í nóvember 1946,
var eitt af því, sem Sósíalistaflokkurinn setti fram sem tillögur um
áframhald nýsköpunar atvinnulífsins það, að flýtt yrði svo sem
verða mætti virkjununum við Sog og Laxá, „ef verða mætti að
virkjunum þessum yrði lokið árin 1948—49“. Var þetta einn þáttur
í veigamiklum tillögum flokksins um stórframkvæmdir í raforku-
málum landsins. •
Það var auðvelt mál að koma þessum virkjunum upp á árunum
1948—50, ef stjórnarvöldin vildu einbeita kröftum þjóðarinnar
að því. Eins og sagt var frá áðan, þá þurfti með þáverandi gengi
27% milljón króna í erlendri mynt til Sogsvirkjunarinnar, eða
hérumbil 10 milljónir fyrsta árið, 11 miljónir annað og tæpar 8
milljónir króna þriðja árið. Árið 1948 var útflutningur íslands
tæpar 400 milljónir króna í þá verandi gengi og heldur minna
næst„ en engum manni getur blandazt hugur um að hægt var að
spara það sem þurfti til virkjananna af útlendum gjaldeyri, ef
vilji var til. Það fé, sem þurfti innanlands var lítill vandi að
útvega, ef skynsamleg lánsfjárpólitík var rekin.