Réttur


Réttur - 01.01.1953, Blaðsíða 79

Réttur - 01.01.1953, Blaðsíða 79
RETTUR 79 Árið 1946 er lokið við byggingu 634 íbúða í Reykjavík (208 þús. rúmmetra). / 1951 er hinsvegar aðeins lokið við byggingu 282 íbúða í Reykja- vík (93 þús. rúmmetra). Það voru betri skilyrði til þess að koma upp 7—800 íbúðum í Reykjavík 1951 en að koma upp 634 íbúðum 1946. Minkun íbúða- bygginganna er beint þjóðhagslegt tap. Ef menn vilja giska á hvað það væri í peningum mætti t. d. reikna með 150 þús. kr. verðmæti á íbúð bæði árin og er þá tapið 53 milljónir króna árið 1951 á því að verða, samkvæmt stefnu ameríska auðvaldsins og leppa þess, að byggja svo miklu minna en hægt var. Þannig er peningalegt tap aðeins á því, sem minna er byggt í Reykjavík einni á einu ári, 50—60 milljónir króna. Það fer fljótt að koma tapið á því að taka á móti Marshallgjöf- unum og fylgja skilyrðum þeirra. — Og þegar búið er þannig að knýja íslendinga með Marshall-fjötrunum til að draga úr bygg- ingum fyrir sjálfa sig um allt land, þá eru 2—3000 íslendingar settir í að byggja handa Ameríkönum. Fyrst er skapað atvinnu- leysi með Marshall-fjötrunum, svo kemur Ameríkaninn sem bjarg- vættur og segir: Ég skal láta ykkur fá vinnu. Og þannig er hið dýrmæta islenzka vinnuafl þrælkað og arðrænt við að hýsa ísland handa innrásarher. 4. En gáfu Ameríkanar okkur ekki Sogsvirkjunina? Þá er það eitt, sem betliblöð hernámsflokkanna aldrei gleyma að knékrúpa Ameríkönum fyrir og lofa hástöfum: „Þeir gáfu okkur Sogsvirkjunina og Laxárvirkjunina, en ótætis kommúnistarnir vildu hindra hvorttveggja með því að neita blessuðum Marshall- gjöfunum“, — þetta er tónninn í hernámsblöðunum. Við skulum nú athuga ýtarlega staðreyndirnar í þessum málum, því hér er verið að reyna að skapa eina „hetjusöguna“ um Marshall, til þess að lítillækka þjóð vora. Ég ræði Sogsvirkjunina, af því ég er því máli kunnugur. í fyrsta lagi: Ameríkanamir hafa ekki gefið rafmagnsnotendun- um, sem nota Sbgsvirkjunina og aðrar virkjanir, einn eyri, heldur þvert á móti gert virkjanimar og rafmagnið úr þeim dýrara en ella hefði orðið. Áætlun sú, sem gerð var um Sogsvirkjunina nýju fyrir gengislækkun, gerði ráð fyrir að allur kostnaður við hana, að meðtalinni háspennulínu og aðalspennistöð við Elliðaárn- ar, yrði 61j4 millj. króna. Þar af átti innlendur kostnaður að vera 34 milljónir króna og erlendur kostnaður 27y2 milljón króna. (í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað: 1. Hefti - Megintexti (01.01.1953)
https://timarit.is/issue/282880

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein: Verndum arf þess liðna, sköpum stolt hins ókomna.
https://timarit.is/gegnir/991004033799706886

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. Hefti - Megintexti (01.01.1953)

Aðgerðir: