Réttur


Réttur - 01.01.1953, Page 19

Réttur - 01.01.1953, Page 19
RETTUR 19 sýslað uin oddhvassa steina og hrjúfan vír. Hvað henni fannst vænt um þessar hendur, hvað þær höfðu oft leikið sér í hári hennar, hvað þær höfðu oft tekið fast á henni, hvað hún elskaði þennan rauðbirkna mann. Eiginlega hafði hún aldrei hugsað um það fyrr, það hafði einhvernveginn komið að sjálfu sér, án þess hún gerði sér það ljóst, það hafði verið svo sjálfsagt. En nú var hún líka svolítið hrædd — og þó. — Það var leikið á einhvern streng í hjarta hennar, eitthvað dulið innsigli brotið. Það var eitthvað sem knúði á, eitthvað sem brauzt út, eitthvað sem flæddi um hana alla, eitthvað sem gaf henni nýjan kraft, nýtt hugrekki, sem hana hafði ekki dreymt hún ætti til. Henni fannst hún allt 1 einu þora að horfast í augu við allan heiminn. Hún var reiðubúin að verja jörðina sína með honum, reiðubúin að ganga með honiun móti gapandi byssukjöft- unum, reiðubúin að deyja með honum, reiðubúin að gera allt fyrir hann — allt — allt. TJlfar hélt áfram að stara út um gluggann. Slétt flötin hallaðist niður að sjónum, þögull minnisvarði um strit hans, minnisvarði, sem þó talaði sínu máli. Það var svolítil alda við sandinn, þar sem börnin þeirra voru að leik. Glöð og hamingjusöm teiknuðu þau myndir sínar í sandinn, en með flæðinni myndu þær mást út og á næstu fjöru yrði bara sléttur, gulur sandur. Skúrin var liðin hjá, sólin var að brjótast gegnum grátt skýjaþykkni og geislar hennar flæddu aftur yfir landið. Það varð aftur mjög bjart. Kælan eftir skúrina bærði vott grasið, þar sem regndropamir titruðu i þúsund litum. Hlaðhellan var óðum að þoma. Hann horfði á hana þorna, horfði á hvemig þessi máða hella fékk aftur sinn eiginlega lit. Og hann sá fyrir sér alla þá menn, sem höfðu staðið á

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.