Réttur - 01.01.1953, Blaðsíða 55
RÉTTUR
55
þangað er veitt vatni úr Donskurðinum. Suður-Ukrainu- og Norð-
ur-kákasus-svæðið nær yfir 3,2 millj. ha. og fær vatn úr Dnjeper.
Og loks er svo Vestur-Turkmenia og Amu-darja lægðin —
alls um 8,3 millj. ha., sem Turkmeníuskurðurinn úr Amu-darja,
sér fyrir vatni.
Rúmlega 28. millj. ha. lands verða vökvaðir þannig, ýmist með
fullkomnu kerfi stórra áveituskurða og véldælna, eða með minni
skurðum, tímabundnu flæðivatni og úðun. Svæðið í heild er
meira að flatarmáli en England, Belgía, Holland, Danmörk og
Sviss til samans. Og með því hefur áveituland jarðar verið aukið
um þriðjung. 28. millj. ha. eru heimtir úr greipum sandfoks og
sólbreyskjustorma og gerðir að öruggu nytjalandi á einum 5 árum.
En Bandaríkin þurftu heila öld til að leggja undir sig 8 millj. ha.
af ræktarlandi á þessa vísu.
En þar með er ekki öll sagan sögð. Þessi hamskipti eyðimarkanna
koma ekki aðeins landbúnaðinum til góða, Víða eru þar verðmæt
efni í jörðu, svo sem jarðolía og mikil lög af sóda og saltpétri,
brennisteinn, joð, bór og bróm auk kola og málma ýmiskonar.
Allt hefur þetta legið lítt notað til þessa sökum vatnsskorts. Nú
verður það nýtt.
Stíflugarðarnir, áveitukerfin og minnkandi straumhraði fljót-
anna orka því, að mjög dregur úr framburðinum. Reistar eru
skorður við eyðingu jarðvegsins og leitazt við að skila jörðinni aftur
dýrmætum efnum, sem fljótin hafa fest hendur á. Áveiturnar
ásamt með skógbeltum þeim, sem verið er að rækta, munu ekki
eingöngu breyta ásjónu jarðar, heldur líka veðurfarinu. Skóg-
arnir og gróður-svæðin nýju draga að sér raka, auk þess sem
skógbeltin munu taka styrkinn úr sléttuvindunum að austan.
Engin tök eru á að meta nákvæmlega þá afurðaaukningu land-
búnaðarins, sem af aðgerðum þessum leiðir. En gert er ráð fyrir,
að, hveitiuppskeran aukist um 8 millj. tonna, og það er meira en
nemur árlegri framleiðslu Kanada. Þá er og áætlað, að sykurrófna-
framleiðslan vaxi um 6 millj. tonn, sem er meira en heildarupp-
skera sykurrófna í samveldinu brezka. Baðmullaruppskeran,
ætla menn, að aukist um 3 millj. tonna, en það fer fram úr sam-
anlagðri baðmullarframleiðslu Egyptalands og Pakistans. Loks
er gert ráð fyrir, að Vz millj. tn. bætist við hrísgrjónaforðann. Þessi
mikla aukning á rót sína í því, að bæði eru tekin ný víðlend svæði
til ræktunar og áður ræktað land miklu betur nýtt. Áveiturnai-
gera fært að auka mjög á fjölbreytnina. Minni svæði eri áður
verða notuð til hveitiræktar, t. d. í Volguhéruðunum, Suður-