Réttur - 01.01.1953, Blaðsíða 10
10
RÉTTUR
handgenginna hernámsflokka, baráttu sína um örlög þjóðarinnar.
Hið ameríska kúgunarvald er að reyna að brjóta þjóðina undir
sig. Það beitir til þess öllum þeim aðferðum, sem norskt og danskt
kúgunarvald beitti forðum. Og það einbeitir sér gegn þeirri stétt,
sem það óttast mest, íslenzkum verkalýð, og þeim flokki hans, sem
það hatar og hræðist, þó smár sé, Sósíalistaflokknum.
Ameríska ríkisstjórnin hefur með „samningi“ bundið núverandi
ríkisstjórn og hernámsflokkana þrjá, til þess að afgreiða fjárlög
Alþingis með þeim skilyrðum, sem amerísk ríkisvöld hafa sett.
Amerískt auðvald ræður í krafti slíkra „sáttmála“ seðlaveltu og
lánsfjárveltu íslands og gengi íslenzkrar krónu. Það ræður í aðal-
atriðum hvert við seljum vörur okkar og hvar við kaupum. Það
stjórnar því hvort íslendingum sé frjálst að byggja íbúðarhús fyrir
sjálfa sig og hverskonar iðjuver við megum reisa. Amerískt her-
vald ræður íslandi og er að leggja undir herstöðvar sínar æ stærri
hluta landsins. Amerískt hervald er orðið stærsti atvinnurekandi
á Islandi og ætlar að gera ófrjóa og skaðlega hernaðarvinnu sína
að stærsta „atvinnuvegi" íslendinga, leggja þjóðlega, gagnlega at-
vinnuvegi lands og þjóðar í rúst og kippa þannig efnahagslega
grundvellinum undan sjálfstæðri tilvéru þjóðarinnar. Slíkt er
ægilegra vald en norskir konungar höfðu nokkru sinni í krafti
yfirráða yfir skipaferðum til íslands, eða dönsk einokun í krafti
yfirráða yfir verzlun við þjóðina. — En eins og þá eru enn til
menn, sem kalla þessa kúgun vernd og arðránið gjafir.
Ameríska kúgunarvaldið fyrirskipar hinum handgengnu her-
námsflokkum sínum þremur hvað þeir skuli gera. Það skipar þrem
ráðherrum 1949 að koma til Ameríku og meðtaka Atlantshafs-
samninginn. Þeir komu frá Ameríku, kalnir á hjarta, ruglaðir í
ríminu, svo hræddir við þjóðina og sjálfs síns samvizku, að þeir
létu lögreglu gætu sín á leiðinni. Því þeir komu með lygina að
einu lífsvon og dollarann fyrir sinn guð. Ameríska auðvaldið sagði
þeim þá að lofa því hátíðlega að aldrei yrðu heimtaðar herstöðvar
hér. Og það sendi her sinn svo til að hernema ísland tveim árum
síðar. Ameríska kúgunarvaldið bannar flokkum sínum stjórnar-
samstarf við Sósíalistaflokkinn — og ræflarnir hlýða — þó með
hálfum huga, því þeir óttast að það fari fyrr en varir sem 1942:
að þeir þori ekki að mynda stjórn án hans, af því fólkið veiti hon-
um vald, eins og þá, sem þeir þori ekki að ganga í gegn. Ameríska
kúgunarvaldið skipar hinum handgengnu hernámsflokkum sínum
þrem að búa til íslenzkan her, vopna Heimdallarskríl Reykja-
víkur gegn alþýðu íslands, og stjórna með ofbeldi eftir amerískri