Réttur - 01.01.1953, Blaðsíða 64
64
RÉTTUR
heimsmarkaðar þannig mikilvægasta afleiðing siðari heimsstyrjald-
arinnar.
Sem kunnugt er voru Sovétríkin bandamenn Bandaríkjanna,
Bretlands og Frakklands í styrjöldinni. Þar með var það sann-
að, er Stalín og aðrir forystumenn Sovétríkjanna hafa hvað
eftir annað haldið fram, að tvö efnahagskerfi geti verið við
líði í veröldinni á sama tíma og góð samvinna og samskipti þeirra
í milli haldizt. Það hefði verið til mikilla hagsbóta bæði fyrir
sósíalistisku ríkin og hin kapítalistisku, að samvinnan frá styrj-
aldarárunum hefði haldið áfram, m. ö. o. að góð skipti hefðu getað
orðið á milli hinna tveggja heimsmarkaða. Forystumenn hinna
fyrrnefndu ríkja vildu óðfúsir slíka samvinnu. Valdamenn Banda-
ríkjanna voru hinsvegar á öndverðri skoðun og þeim fylgdu að
málum hin önnur auðvaldsríki.
Undir forystu Bandaríkjanna var hafin viðskiptastyrjöld við
sósíalistisku ríkin. Tilgangurinn var auðvitað sá að kyrkja þegar
í upphafi hina sósíalistisku uppbyggingu. Bandaríkjunum hefur
ekki orðið kápan úr því klæðinu. Þvert á móti hefur þessi við-
skiptastyrjöld styrkt mjög efnahagslega samvinnu hinna sósíal-
istisku ríkja, en jafnframt dregið mjög úr mætti auðvaldsríkjanna.
Með viðskiptastyrjöld sinni stuðluðu auðvaldsríkin þannig að
því að markaðirnir einangruðust hvor frá öðrum, en það hefur
orðið til þess, eins og síðar mun að komið, að jafnframt því að
síðari heimsstyrjöldin var bein afleiðing hinnar almennu kreppu
kapítalismans, þá hefur þessi sama styrjöld stórlega magnað þessa
sömu almennu kreppu.
III.
Hinn nýi heimsmarkaður, sem komið hefur til sögunnar, saman-
stendur af Sovétríkjunum, Kínaveldi, Póllandi, Tékkóslóvakiu,
Ungverjalandi, Búlgaríu, Rúmeníu, Albaníu, austur-þýzka lýðveld-
inu, norður-Kóreu og mongólska lýðveldinu. Þessi ríki ná yfir
fjórða hlutann af^yfirborði jarðarinnar og þar býr þriðjungur alls
mannkynsins. Öll þessi ríki hafa þjóðnýtt mestan hlutann af fram-
leiðslutækjum sínum og byggja þjóðarbúskapinn á fyrirfram gerð-
um áætlunum. Takmark þessa þjóðarbúskapar er að fullnægja sem
mest má verða efnalegum og andlegum þörfum sérhvers þjóð-
félagsþegns.
Efnahagsþróunin í kapítalistisku ríkjunum annarsvegar og í sós-
íalistisku ríkjunum hinsvegar hefur verið með mjög ólíkum hætti,