Réttur


Réttur - 01.01.1953, Blaðsíða 29

Réttur - 01.01.1953, Blaðsíða 29
RÉTTUR 29 reyndir um þessi mál, er fyrir liggja, og sýna afstöðu flokksins til þessara mála í alt öðru ljósi, en andstæðingar hans vilja telja bændastéttinni trú um. Tveir eru þeir aðalþættir, sem mest hafa verið áberandi í mál- efnabaráttu landbúnaðarins undanfarna tvo áratugi. Annarsvegar stuðningur ríkisvaldsins, með ýmiskonar löggjöf á Alþingi og framkvæmd hennar, og hins vegar það, hvernig tryggja má því fólki, sem að landbúnaði vinnur þau laun fyrir störf sín, að tryggt geti því menningarlífskjör. Hefur það atriði nokkuð komið til kasta Alþingis, en þó að miklu leyti verið útkljáð á öðrum vett- vangi. Skulu þá fyrst athuguð hin beinu afskipti löggjafarvaldsins og þáttur Sósíalistaflokksins í þeim, eftir stofnun hans, en síðan eru liðin 15 ár nú á þessu ári. í hálfan annan áratug hefur því Sósíal- istaflokkurinn verið áhrifamikill þátttakandi í öllu því starfi, sem á Alþingi hefur verið unnið í þágu landbúnaðarins á þessum tíma, og á það skal enn fremur bent, að á þessum hálfum öðrum áratug hefur landbúnaðurinn tekið stórstígari framförum en nokkru sinni fyrr, þótt enn sé ekki komið nema stutt á veg að því marki sem þarf að nást. Þær staðreyndir, sem fyrir liggja um starf og tillögur Sósíalistaflokksins í þessum málum, tala sínu máli um sannindi þess áróðurs, sem fyrr er getið. Eitt er það glansnúmer, sem núverandi stjórnarflokkar, einkum Framsókn, hafa lengst af talið sér til gildis í sambandi við land- búnaðinn. Það eru jarðræktarlögin, er samþykkt voru 1923. Var þá í fyrsta sinn gengið inn á þá braut, að veita nokkra styrki frá hinu opinbera til jarðræktar framkvæmda í sveitum, og hafði það allveruleg áhrif til að örfa framkvæmdir. Þegar þessi löggjöf hafði staðið í 12 ár tók skipulagsnefnd atvinnumála, er þá var starf- andi, málið til athugunar á þeim grundvelli, að rannsaka, hver áhrif þessi löggjöf mundi hafa haft á heildarþróun landbúnaðar- ins. Kom þá í ljós, að það fjármagn, sem hið opinbera hafði veitt í þessum tilgangi hafði að verulegum meirihluta, fallið í hlut minnihluta bændastéttarinnar, og þá vitanlega þess hlutans, sem bezta efnahagslega möguleika hafði til að leggja fram það fjár- magn, sem til þurfti á móti styrknum, til að framkvæma viðkom- andi verk. Þegar þetta varð ljóst, voru gerðar allmiklar breytingar á jarðræktarlögunum árið 1936, sem miðuðu að því að breyta þessu í annað horf. Allar þær breytingar háfa þó verið afnumdar síðan. Þær breytingar, sem urðu hér í byrjun styrjaldarinnar á verð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.