Réttur


Réttur - 01.01.1953, Blaðsíða 67

Réttur - 01.01.1953, Blaðsíða 67
RÉTTUR 67 IV. Heimsmarkaður kapítalismans er í dag aðeins brot, aðeins skuggi af því sem hann áður var. Aðalástæðan er auðvitað sú, að auð- valdsríkin hafa að mestu skorið á viðskiptatengsl sín við þriðjung af mannkyninu. Þar við bætist hin skefjalausa drottnun Bandaríkj- anna yfir auðvaldsheiminum, drottnun sem bæði kemur fram í vitfirrtri hervæðingu, sem nú er unnið að að undirlagi Bandaríkj- anna, og ennfremur í hinni hamslausu sérhagsmunapólitík, sem þau beita aðrar þjóðir í verzlunarviðskiptum sínum við þær. Allar innri mótsetningar auðvaldsskipulagsins hafa á síðustu ár- um komið fram með meira offorsi en þekkst hefur áður. Þjóðfrelsis- kenndin hjá nýlenduþjóðunum hefur enn magnast og er nú svo komið, að ríki eins og Bretland og Frakkland verja verulegum hluta af útgjöldum sínum í beinan styrjaldarrekstúr gegn eigin nýlenduþjóðum. Kreppur og aðrar framleiðslutruflanir verða æ tíðari og harðari, yfir 50 milljónir manna eru nú algerlega eða því sem næst algerir atvinnuleysingjar, hervæðing alls atvinnu- og efnahagslífs hefur haft í för með sér óhemju lífskjaraskerðingu alls almennings. Bein afleiðing af þessu öllu er síharðnandi stétta- barátta innan auðvaldsríkjanna. Hervæðingin krefst mikils fjármagns. Þannig vörðu Danir fyrir fjórum árum síðan einni milljón d. kr. dag hvern í her sinn. Nú kostar hervæðingin þá þar á móti rúmar þrjár millj. d. kr. hvern dag. Á fjárhagsárinu 1937—’38 námu herútgjöld Bandaríkjanna 1.000 millj. dollara, en á yfirstandandi fjárhagsári nema samsvar- andi útgjöld þeirra 58.200 millj. dollara, eru með öðrum orðum nær því sextíu sinnum meiri! Utgjöld Atlantshafsbandalagsríkjanna vegna hervæðingarinnar hafa verið samanlagt sem hér segir: 1949— ’50 ................. 19.3 millj. dollarar 1950— ’51 ................. 30.7 millj. dollarar 1951— ’52 ................. 59.6 millj. dollarar 1952— ’53 ...................74.8 millj. dollarar Þetta fé er allur almenningur í auðvaldsríkjunum látinn inna af höndum ýmist með beinum eða óbeinum sköttum, með sífelld- um verðhækkunum á almennum neyzluvörum og á annan hátt með skerptu arðráni. Á yfirstandandi fjárhagsári eru beinir skattar í Bandaríkjunum 12 sinnum hærri en þeir voru 1937—38, en reiknað hefur verið út í bandarískum hagtiðindum, að Truman hafi á þeim tíma, sem hann var forseti innheimt meiri skatta en 31 fyrirrennarar hans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.